Í samstarfi við níu skapandi hönnuði frá Rómönsku Ameríku kynnum við ÖMSESIDIG línuna sem snýst um að fagna góðu hlutunum í lífinu - mat, vinum, fjölskyldu og fjöri! Í línunni finnur þú það sem þarf fyrir litríka veislu með líflegu þema án mikils fyrirvara eða fyrirhafnar. 

Skoða allar ÖMSESIDIG vörurnar

Hér eru hönnuðirnir

Í línunni eru fjölbreyttar og frumlegar vörur hannaðar í samstarfi við upprennandi hönnuði með bakgrunn í list, tísku, arkitektúr og matreiðslu. Við kynnum Diana Ordóñez, Felipe Assadi, Trini Guzmán, Liliana Ovalle, Abel Cárcamo Segovia, Marisol Centeno, Catalina Zarhi, Agustín Nicolás Rivero og Álvaro Clavijo.

„Litir gera veislu að veruleika.“

Diana Ordóñez, hönnuður

Fylgdu flæðinu

Bestu samverustundirnar eru yfirleitt þær sem eru ekki skipulagðar í þaula. Allt sem þarf eru nokkrar sniðugar nauðsynjar sem gera góða stund enn betri - eins og kælitösku til að halda drykkjum köldum og handhægt og notalegt ferðateppi til að rúlla út í lautar- eða strandferðinni. 

,,Það er ótrúlegt að sjá hvað hangandi skraut getur haft mikil áhrif á rýmið og gert það hátíðlegt. Hvort sem það er ´papel picado´ (útskorin pappír) eða skrautlengjur."

Lilliana Ovalle, hönnuður

 

Veisla fyrir augun

Skapaðu hátíðlegt andrúmsloft. Litríkar skrautlengjur skapa góða stemningu og skrautlegur búnaður gerir veitingunum hátt undir höfði. Berðu fram hentugt og einfalt snarl sem auðvelt er að deila og þá má partíið byrja!
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

,,Ég vona að fólk tengi við vörurnar og geri þær að sínu. Þannig verða vörurnar hluti af því og endurspegla persónuleika og smekk."

Trini Guzmán, hönnuður

 

Þar til sólin sest

Skapaðu fullkomið andrúmsloft þegar tekur að rökkva með pappalampa og kertastjökum sem varpa dramatískum skuggum. Áberandi glös og púðaver draga fram töfrandi stemningu.
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

,,Með þessari línu segjum við sögu sem við erum stolt af. Við erum forvitin um nýja menningarheima, nýtt fólk, nýja hönnuði - prófum okkur áfram."

Tjeerd van Waijenburg, vöruhönnuður hjá IKEA

 


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X