Með því að gera smám saman umbætur á heimilinu í gegnum árin getur þú aukið öryggi á heimilinu . Heimilið þarf að vera öruggur og þægilegur staður fyrir fólk á öllum aldri. Því fyrr sem þú gerir ráðstafanir, því þægilegra verður að eldast.

Hugaðu að framtíðinni, strax í dag.

Í daglegu amstri gefst oft ekki mikill tími til að skipuleggja framtíðina. En þú getur grætt á því að byrja strax að íhuga hvaða húsbúnaðarlausnir gætu hentað þér eftir einhver ár.

Til dæmis kemur sér vel að vera með ljós með hreyfiskynjara og vel upplýst heimili ef sjónin versnar eða ef það verður erfiðara að hreyfa sig.
Til hvers að leggja álag á augun við að lesa spennandi bók ef þú getur skipt yfir í bjartari LED ljósaperur sem endast lengi?
Og til hvers að eiga á hættu að renna á baðherbergisgólfinu þegar þú getur verið með stöðuga og notalega baðmottu?

Til eru ýmsar ódýrar og einfaldar leiðir til að gera heimilið að öruggari stað sem þú getur notið í mörg ár.

Vissir þú?

Með aldrinum þynnist húðin og verður því viðkvæmari fyrir bruna og mari.


Ráð fyrir öruggara heimili

Ráð til að minnka hættu á því að hrasa

· Vertu með gardínur sem einfalt er að draga frá ásamt góðum ljósum og lömpum til að      gera heimilið bjartara.
· Það getur verið gott að hafa næturljós á göngum og baðherbergjum.
· Vertu með mottur með lágu flosi og stömu undirlagi.
· Hafðu stóra mottu sem rennur ekki til á baðherberginu.
· Ekki hafa rafmagnssnúrur liggjandi á gólfum.
· Veldu rúm, sófa og stóla í góðri hæð svo auðvelt sé að standa upp.

Ráð til að minnka hættu á brunaslysum

· Bollar fyrir heita drykki þurfa að vera þykkir og vera með gott grip.
· Notaðu aftari eldavélarhellurnar svo þú rekist síður í potta og pönnur.
· Vertu með ofna og önnur heimilistæki í góðri vinnuhæð.
· Vertu með reykskynjara og gasskynjara eftir því sem við á – bestir eru þeir sem eru       tengdir við símann eða vara þig við með ljósum, því heyrnin getur versnað með árunum.

Vörur fyrir öruggari framtíð

Nokkrar IKEA vörur sem geta komið sér vel.

Vissir þú?

„Ég finn að líkaminn er að verða 60 ára en ég er samt miklu yngri í anda, kannski um fertugt!“

Tilvitnun úr IKEA öryggiskönnun


Við höfum öryggi ávallt í fyrirrúmi við hönnun vara

IKEA vörur sem hafa verið innkallaðar

Þrátt fyrir áhættumat, strangar prófanir og vottanir þarf stundum að innkalla vörur.

Skoðaðu allar innkallanir

Svona hannar IKEA öruggar vörur

Öryggi er okkur efst í huga þegar IKEA vörur eru hannaðar – og í öllu ferlinu eftir það. Ný IKEA vara þarf að uppfylla afar ströng skilyrði.

Skoðaðu hvernig IKEA hannar öruggar vörur

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X