Þegar pokinn er lokaður verður eftir smá op til að loft nái að leika um þvottinn.
Plasthúðin að innanverðu virkar sem rakavörn.
Láttu pokann standa á gólfinu, geymdu hann í fataskáp eða hengdu hann á snaga.
Innra byrðið er úr plasti sem gerir pokann stöðugri og auðveldar þér að þurrka innan úr honum.
Þú getur flokkað þvottinn eftir lit í hólfin tvö.
Hentar vel í lítil baðherbergi eða fataskápa því karfan er aðeins 21 cm á breidd.
Varan er í PURRPINGLA línunni þar sem þú finnur fleiri snjallar lausnir til að geyma og þvo föt.