Með því að vera líkamlega virkt þróar barnið hreyfigetu og samhæfingu ásamt því að stuðla að heilbrigðari lífsvenjum.
Þegar við hönnuðum vöruna hittum við skapandi börn og fengum hugmyndir frá þeim. Skoðanir barna hjálpa okkur að taka ákvarðanir og bæta vörurnar. Þau eru náttúrulega sérfræðingarnir.
Hindrunarbrautin býður upp á marga möguleika. Hægt er að stökkva, skríða, hlaupa, rúlla sér eða halda jafnvægi – eða gera boltaæfingar. Ef barnið vill meiri áskorun er hægt að taka tímann!
Hægt er að stilla hæð stanganna eftir aldri barnsins eða eftir því hvort eigi að skríða undir eða stökkva yfir.
Eldri börn geta sett hindrunarbrautina saman sjálf.
Hindranirnar koma í poka með netaglugga og auðvelt er því að ganga frá eftir leikinn.
Úr léttu og mjúku efni, engar hvassar brúnir. Ef barnið stígur á keilurnar fletjast þær út.
Sniðug gjöf fyrir virka krakka. Hindrunarbrautin hvetur til hreyfingar og bætir sjálfsöryggið.
Sniðugt á rigningardögum eða í barnaafmælið.
Varan var þróuð með aðstoð frá sérfræðingum hjá Generation PEP, þar á meðal sænska Ólympíugullverðlaunahafans Carolina Klüft.