UPPSTÅ
Göngugrind,
grænt

4.990,-

UPPSTÅ

Tilkynning vistuð Þú færð tilkynningu með tölvupósti þegar varan kemur aftur á lager.

UPPSTÅ

UPPSTÅ

4.990,-
Vefverslun: Uppselt

UPPSTÅ línan er hönnuð til þess að hjálpa barninu að uppgötva og læra og hún er skreytt með ýmsum fígúrum sem eru innblásnar af skandinavískum rótum okkar.

Á þessum aldri læra börnin með öllum skynfærum. Byggingar, hljóð og mismunandi litir og mynstur auka upplifun barnsins í leiknum.

Handfangið má festa á tvo vegu – beint upp til að veita barni sem er að byrja að labba mikinn stuðning og örlítið hallandi svo það sé auðveldari að ýta göngugrindinni á undan sér og barnið hefur möguleika á því að öðlast meira sjálfstraust.

Þegar barnið labbar sjálft þjálfar það hreyfifærni og jafnvægi.

Hægt er að stilla hjólin þannig að þau veiti smá mótstöðu þegar þau rúlla – eða sleppa henni þegar barnið verður öruggara með að labba.

Barnið getur hlaðið vagninn með uppáhaldsleikföngunum og keyrt um með þau.

Hugleiðingar hönnuða

Sissi Edholm og Lisa Ullenius, hönnuðir

„Fyrir okkur er ekkert betra en að vera úti í skógi – og við verðum fyrir svo miklum innblæstri í heimkynnum dýranna. Við bæði treystum á og berum virðingu fyrir skóginum og því ákváðum við að skapa skóg með boðskap fyrir börnin. Litríkur ævintýraheimur þar sem öll dýrin elska hvert annað og leika saman. Við vonum að börnin vilji leika við og sofa með fígúrurnar. Kannski vekja þau líka upp áhuga og forvitni um framtíð skóganna?“

Eiginleikar

Leikföng fyrir lítil börn

Það er misjafnt hvenær börn byrja að labba en göngugrindin veitir þeim góðan stuðning á meðan fæturnir eru örlítið óstöðugir. Á öðru ári eru mörg börn farin að hlaupa um, klifra, leika sér í feluleikjum og rúlla og kasta hlutum. Allur leikur hjálpar til við að þróa hreyfiþroska, rökhugsun og ímyndunarafl á ýmsan hátt. Leikföngin okkar sem ætluð eru fyrir þennan aldurshóp innihalda engin eiturefni og eru prófuð í bak og fyrir svo að barnið geti leikið sér öruggt.

Efni

Hvað er gegnheill viður?

Gegnheill viður er uppáhaldshráefnið okkar og hluti af skandinavískri arfleifð okkar. Hann er sígildur og hægt að nota í margt. Viður er endingargóður, fallegur og endurnýjanlegur, óháð tegund. Við leitumst við að nýta þetta hráefni á skynsaman og skilvirkan hátt til að forðast sóun – og við fjárfestum í aðstöðu og flutningum til að við getum aukið notkun á endurunnum við.


Bæta við vörum

Hugmyndir og innblástur

Aftur efst
+
X