LANGUR
Sæti fyrir barnastól,
hvítt

3.450,-

2.950,-

LANGUR
LANGUR

LANGUR

3.450,-
2.950,-
Vefverslun: Uppselt

Við gerum okkur grein fyrir því að húð barnsins er afar viðkvæm, en engar áhyggjur. Þessi vara hefur verið prófuð og samþykkt og er algjörlega laus við öll efni sem gætu skaðað húð eða heilsu barnsins.

Bættu við LANGUR stuðningspúða fyrir aukin þægindi.

Yfirborðið er slétt og með engum krókum eða kimum sem erfitt er að ná til og því er auðvelt að þrífa stólinn.

LANGUR sæti fyrir barnastól

Stóll fyrir litla fólkið og stórar stundir

Ein leið til að læra nýja hluti er að sjá hvernig aðrir fara að. Ef þú átt lítil börn – leyfðu þeim endilega að sitja við borðið! Þannig læra þau góðar matarvenjur og eiga notalegar stundir. Það er mikilvægt að öllum líði vel í góðu sæti, auðvitað. Þegar við lögðum drögin að LANGUR barnastólnum settum við innlegg í stólinn sem hentar barninu um ókomin ár. En hvernig gátum við losnað við langa fæturna sem eru alltaf fyrir? Við bjuggum til L-laga fætur.

Hönnuðurinn Jonas Fritzdrof á þrjú börn á öllum aldri. Sem foreldri fór alltaf eitt í taugarnar á honum. „Við reyndum marga mismunandi barnastóla en allar gerðirnar voru með hallandi fótum sem snéru út og við vorum alltaf að rekast í þá." Jonas hugsaði hvernig hann gæti leyst þetta en gafst ekki tími til að fylgja hugmyndum eftir. Mörgum árum síðar mundi hann eftir vandamálinu.

Hugmyndin tekur á sig mynd

„Ég sat á veitingastað og sá hvernig þjónustustúlka rakst aftur og aftur í fæturna á barnastólnum. Éghugsaði með mér að nú væri kominn tími til að færa þessar hugmyndir aftur á teikniborðið." Þegar Jonas hafði samband við IKEA vildi það svo vel til að Hanna Ahlberg í vöruhönnun var að hefjast handa við að skoða nýjar tegundir af barnastólum. Þetta var upphafið á kraftmiklu samstarfi.

Öryggið í fyrsta sæti fyrir mikilvæga framtíð

Barnastólar með fjórum fótum líta út eins og þeir gera því þurfa fæturnir að snúa út til að stóllinn sé stöðugur. Jonas fann lausnina í tveimur L-laga stöngum sem snúa að bakhlið stólsins og gefa LANGUR stöðugleika. Jonas og Hanna þróuðu einnig innlegg þar sem barnið situr öruggt og stöðugt. Þegar innleggið er fjarlægt verður LANGUR að fjölhæfum krakkastól sem býður upp á þægindi. Nú eru börn Jonas orðin eldri og ekki lengur þörf á barnastól. „Ég tel það hafa verið gott að hugmyndirnar fengu að gerjast á löngum tíma og að ég hafi ekki hannað stólinn í hita leiksins." Segir Jonas brosandi. „Hann varð að betri stól þar sem heilt teymi vann að honum og hann fór í gegnum öryggisprófun IKEA."

Sjá meira Sjá minna

Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X