Auðvelt að halda hreinu, má þvo í vél (60°C).
Lykkjan einfaldar þér að hengja upp á snaga eða krók.
Þægileg hetta heldur barninu heitu lengur eftir gott bað og heldur handklæðinu einnig á sínum stað þó barnið hreyfi sig eða hlaupi um.
Hlýtt og notalegt að setja utan um sig eftir bað, heima fyrir eða á ströndinni. Hægt er að vefja barnið inn í handklæðið sem er einnig afar rakadrægt svo að barnið er enga stund að þorna.
Prófað og samþykkt og algjörlega laust við skaðleg efni og aukaefni.
Skemmtilegt handklæði sem lætur barnið hlakka til baðsins eða sturtunnar. Fullkomin gjöf til barna og foreldra.
Gaupan fæst einnig sem krúttlegt mjúkdýr í SKOGSDUVA línunni.
Frottehandklæði með hettu fyrir börn. Úr 100% bómull – mjúkt náttúrulegt efni sem er notalegt viðkomu fyrir barnið.
Leikföngin, vefnaðarvörurnar og aukahlutirnir í SKOGSDUVA línunni vekja upp forvitni og hvetja börn til að kynna sér undraheim norrænna skóga.