UTTER
Barnakollur,
inni/úti/hvítt

950,-

750,-

Nýtt lægra verð


UTTER
UTTER

UTTER

950,-
750,-
Vefverslun: Uppselt
UTTER kollur er í fullkominni stærð fyrir litla bossa, og kemur sér vel í leik- eða föndurhorni barnsins – innan- eða utandyra. Tilvalið að bæta við barnaborði úr sömu línu.
UTTER barnakollur

Framleiðsla á stöðugum og öruggum barnahúsgögnum með litlu magni af hráefni

Vöruþróun getur verið áskorun. Eins og þegar hönnunartvíeykið Marianne Hagberg og Knut Hagberg unnu að þróun UTTER barnahúsgagnanna. Fyrirmælin voru þessi: Hanna skemmtilega vöru fyrir börn sem er örugg, af miklum gæðum og endingargóð. Þetta var nógu mikil áskorun. En þetta var ekki allt. Þau máttu ekki nota meira en 2,5 kg af plasti. Það er sko áskorun!

Lýsing verkefnisins var einföld og skýr. Verkefnið sjálft var aðeins flóknara. En Marianne og Knut áttuðu sig fljótlega á því að þau væru með hentugt uppkast sem hafði legið ofan í skúffu í nokkur ár. „Í þessu tilfelli er óhætt að segja að hugmyndir okkar hafi orðið að veruleika; lína af öruggum og endingargóðum barnahúsgögnum sem hvetur börn til að leika sér og er auðveld fyrir fullorðna að meðhöndla,“ segir Marianne. Borðið og stóllinn hafa farið í gegnum prófanir til að tryggja að þau séu örugg. Allir hlutar eru úr eiturefnalaus plasti sem auðvelt er að þrífa.

Auðvelt að flytja og setja saman

Húsgögnin eru hönnuð til að endast svo þau standast þá meðferð sem ærslagangur í leik getur haft í för með sér. Settu markmiði verðsins var náð með því að hanna vörurnar þannig að þær passi akkúrat á vörubretti, án þess að nokkuð pláss færi til spillis, þá lækkar flutningskostnaðurinn. „Við vildum einnig að það væri mjög einfalt að setja UTTER saman. Það er auðvelt fyrir fullorðinn einstakling að skrúfa fótana á með handafli. Það er sérstaklega gott ef börnin bíða óþreyjufull eftir því að byrja að leika sér.“

Endist ár eftir ár

„Það sem mér þykir best við UTTER er að við höfum náð að sameina hugmyndaflug og hagkvæmni í sömu vöru. Þetta er ekki tískufyrirbrigði sem fer úr tísku, heldur endingargóð húsgögn sem börn geta leikið sér með í áraraðir,“ segir Marianne.

Sjá meira Sjá minna

Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X