HÅLLBAR föturnar staflast til að spara pláss. Staflaðu fötum í sömu stærð eða settu minni fötur ofan í stærri fötur.
Föturnar geta staðið einar hvar sem er á heimilinu eða inn í skáp eða skúffu.
Settu flokkunarföturnar eins nálægt vaskinum í eldhúsinu og mögulegt er en þar verður mestallur úrgangur til og hann fer þá síður í gólfið.
Lok sem felur úrganginn fylgir með. Ef þú vilt hafa föturnar opnar eða þarft að þrífa þær er auðvelt að taka lokið af.
Fatan er með rúnnuðum hornum fyrir auðveldari þrif.
Föturnar haldast á sínum stað í MAXIMERA skúffu með HÅLLBAR údraganlegri grind fyrir flokkunarfötur í skáp eða HÅLLBAR stuðningsgrind fyrir flokkunarfötur, og þú færð góða yfirsýn og aðgang.
Það er auðvelt að losa fötuna því hún er með niðurfellanlegu handfangi.
HÅLLBAR föturnar eru hannaðar til að koma til móts við mismunandi flokkunarþarfir. Föturnar henta vel fyrir lífrænan úrgang eins og kaffikorg og hýði af ávöxtum eða grænmeti.
Loftgötin og lögunin hleypa lofti inn í fötuna sem þurrkar lífrænan úrgang. Það minnkar óæskilega lykt.
Notaðu meðfylgjandi límmiða til að merkja innihaldið. Teiknaðu eða skrifaðu á límmiðana til að auðvelda flokkunina.