Settu flokkunarföturnar eins nálægt vaskinum í eldhúsinu og mögulegt er en þar verður mestallur úrgangur til og hann fer þá síður í gólfið.
Fatan er með rúnnuðum hornum fyrir auðveldari þrif.
Það er auðvelt að losa fötuna því hún er með niðurfellanlegu handfangi.
Hringurinn efst á fötunni felur ruslapokann og heldur honum á sínum stað. Hægt er að fjarlægja hann fyrir þrif eða ef hann er ekki notaður.
Loftgötin og lögunin hleypa lofti inn í fötuna sem þurrkar lífrænan úrgang. Það minnkar óæskilega lykt.
Settu útdraganlegu grindina inn í skáp svo ruslaflokkunin sé falin bak við luktar dyr. Auðvelt í uppsetningu og notkun hvar sem er á heimilinu.
Útdraganlega grindin gefur góðan aðgang og yfirsýn yfir flokkunina og heldur fötunum á sínum stað. Dragðu hana út til að flokka og ýttu henni svo aftur inn.
HÅLLBAR föturnar eru hannaðar til að koma til móts við mismunandi flokkunarþarfir. Þessi netta grunneining hentar vel þar sem plássið er lítið.
Þú getur líka notað föturnar sem hirslu fyrir til dæmis salernispappír eða innkaupapoka.
Lok eru innifalin til að fela úrganginn. Auðvelt er að fjarlægja þau fyrir þrif eða ef þú vilt nota föturnar án loks.
Flokkunarsamsetning með einni fötu fyrir blandaðan úrgang og einni fyrir lífrænan.
Notaðu meðfylgjandi límmiða til að merkja innihaldið. Teiknaðu eða skrifaðu á límmiðana til að auðvelda flokkunina.