Áföst teygjan heldur snúrunni og kemur í veg fyrir að hún flækist.
Snúran er með USB-C tengi á sitthvorum endanum, fyrir tæki sem nota þannig tengi.
USB-C tengið er með vörn fyrir ofhitnun sem kemur í veg fyrir að snúran bráðni og skemmi tækið sem þú ert að hlaða.
Passar með flestum algengum og vinsælum raftækjum.
Kapalhausarnir eru úr gúmmíi til að auka sveigjanleika og virkni.
Textíllinn er sérstaklega þéttofinn til að hann þoli hversdagslega notkun og koma í veg fyrir að hann trosni eða slitni.
LILLHULT snúran þolir að bogna að minnsta kosti 25.000 sinnum án þess að skemmast.
Snúran er 3 metrar sem er lengra en flestar venjulegar USB-snúrur – hentar vel þegar rafmagnstengillinn er langt í burtu. Hún er líka í líflegum litum.