Hjólin eru með bremsubúnaði sem heldur stólnum á sínum stað þegar þú stendur upp og losar um hann þegar þú sest niður.
Þú situr þægilega þar sem hægt er að stilla hæð stólsins.
Hönnun baksins veitir líkamanum, hálsinum og höfðinu góðan stuðning.
Netefnið í bakinu hleypir lofti í gegnum sig, sem er einstaklega gott þegar leikurinn dregst á langinn.
Þú getur auðveldlega snúið höfuðpúðanum og stillt hæðina svo þú fáir góðan stuðning við hálsinn þegar þú spilar – og þegar þú slakar á milli leikja.
Sætið og bakið fylgja líkama þínum, hvort sem þú situr eða hallar þér aftur. Stóllinn aðlagar sig að þinni þægilegustu tölvuleikjastellingu.
Þú getur stillt halla stólbaksins og læst því í fjórum mismunandi stöðum, sú fyrsta er alveg upprétt og lægsta er 135° – fullkomið þegar þú vilt hvíla þig á milli leikja.
Veitir handleggjunum góðan stuðning og dregur úr álagi á háls og axlir þar sem hægt er að færa armana upp og niður, fram og snúa þeim.
Stillanlegur mjóbaksstuðningur gerir þér kleift að sitja í réttri stöðu og hlífa vöðvunum.
Áklæðið á höfuðpúðanum og stólbakinu er úr gæðaleðri sem er mjúkt og eldist fallega.
Passar með MÅLOMRÅDE rafmagnstölvuleikjaborði – hjálpar þér að ná góðri líkamsstöðu þegar þú spilar tölvuleiki.