RÅDMANSÖ fataskápurinn er með viðaryfirborð með hlýlegum hnotutón – fallegur bakgrunnur fyrir fötin þín.
Falleg og fáguð smáatriði líkt og látúnslitaðir hnúðar og svartir stálfætur sem færa húsgagninu létt yfirbragð.
Snúrur eru vel faldar og þú getur því haft hátalara á hillu eða sett skápalýsingu án þess að snúrur skemmi heildarútlitið.
Blanda af opinni og lokaðri hirslu gerir þér kleift að fela sumt og sýna annað.
Fataskápurinn er með fjórum skúffum, einni fataslá, hillu og rennihurð. Hún sparar gólfpláss því hún opnast ekki út. Hentugur í lítið svefnherbergi eða forstofu.
Ef þér líkar stíllinn getur þú fengið þér náttborð og kommóðu í sömu vörulínu.
Innan í skúffunum og innst í hillunum er dökkblár litur sem færir húsgagninu fágun og dýpt.