5 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Þú getur dregið ¾ af skúffunni út og færð því góða yfirsýn og þægilegan aðgang að innihaldinu.
Plasthúðuð borðplatan er endingargóð og auðveld í umhirðu. Með smá alúð helst hún eins og ný í mörg ár.
Hvítar framhliðar ásamt borðplötu með eikarútliti færa eldhúsinu frískandi, tímalaust útlit sem fellur vel að stíl flestra.
Grunnskápur með skúffum gerir þér kleift að skipuleggja eldhúsið vel og nýta allt plássið. Auðvelt er að finna hlutina í skúffum.
Þú getur sniðið skúffurnar að hlutunum þínum með innvolsi sem selt er sér.
Skápurinn og skúffuframhliðarnar eru klædd með melamínþynnu sem rispast síður og auðvelt er að þrífa.