BARLAST
Gólflampi,
150 cm, svart/hvítt

1.190,-

Magn: - +
BARLAST
BARLAST

BARLAST

1.190,-
Vefverslun: Til á lager
Gólflampinn er stílhreinn og auðveldur í samsetningu. Þar sem pakkningarnar eru litlar komast margar fyrir á vörubrettinu. Það er gott fyrir umhverfið – og ein ástæðan fyrir hagstæðu verðinu.
BARLAST gólflampi

Stór hönnun í litlum pakka

Stundum þarf að hugsa út fyrir kassann góða til að finna nýstárlegar lausnir. En við ákváðum frekar að vera inni í kassanum þegar við hönnuðum BARLAST lampann. Markmiðið var að hanna frábæran lampa á frábæru verði. Við ákváðum að byrja á pakkningunum. Þaðan unnum við okkur aftur á bak að efnivið og útliti.

Cecilia Sondell Banke hönnunarverkfræðingur var ein þeirra sem komu að hönnun BARLAST og útskýrir hvers vegna pakkningar skipta máli þegar kemur að verði: „Vöruflutningar eru oft stór hluti af kostnaðinum. Með fyrirferðarminni pakkningum sleppum við við að flytja loft og heildarkostnaðurinn verður minni.“

Stöðugur fótur

Þegar búið er að setja lampann saman er erfitt að ímynda sér hvernig hann komst í pakkann. Ein ástæðan er krosslaga lampafóturinn. „Við áttuðum okkur á því að við gætum haft krosslögun í stað hringlaga fótar. Krossinn gerir hann líka einstakan í útliti. Lampaskermurinn er úr mjúku plasti og rúllast upp í pakkanum. Þegar hann er settur á lampann lýsir lampinn fallegri og jafnri birtu.

Hagstætt verð krefst snjallrar hönnunar

Verð má aldrei vega meira en gæði. Við gerðum strangar prófanir og nákvæma útreikninga til að gera BARLAST stöðugan og svo hann uppfylli lagaleg skilyrði. „Það er oft mesta áskorunin að hanna vörurnar sem eru á lægsta verðinu. Sérfræðingar okkar þurfa allir að vera með í ferlinu frá upphafi og við þurfum að velta hverju skrefi mjög vel fyrir okkur. En þetta eru mjög skapandi verkefni sem við lærum oft mikið af. BARLAST er mjög fallegur lampi í litlum pakkningum,“

Sjá meira Sjá minna

Form/Hönnunarferli

Stór hönnun í litlum pakka

Hefur þú spáð í hvernig BARLAST kemst fyrir í þessari litlu pakkningu? Það er vel skiljanlegt. Það er vegna þess að hægt er að taka krosslaga lampafótinn í sundur og rúlla upp lampaskerminum. Ef pakkningin er lítil er ódýrara að flytja hana og því er hægt að hafa verðið lægra. Það auðveldar þér líka að koma lampanum heim þar sem hann lýsir upp rýmið með jafnri og fallegri birtu.

Efni

Hvað er stál?

Stál hefur þá einstaka eiginleika að þó það hafi verið teygt og mótað þá heldur það styrk sínum. Það er notað til að styrkja allt frá skýjakljúfum og bílum að rúmgrindum og útihúsgögnum. Stáliðnaðurinn hefur verið að stefna í átt að orkunýtnari framleiðslu og betri gæðum. Stál tapar ekki eiginleikum þegar það er endurunnið og í dag er það eitt af þeim efnum sem mest er endurunnið í heiminum.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X