Úr hertu gleri sem er sterkt og endingargott. Má fara í uppþvottavél og því afar hentugt.
Hentar fyrir allt frá ferskum safa og límónaði að morgunkaffinu og kvöldteinu.
VARDAGEN glösin færa þér hefðbundinn sjarma í tímalausri hönnun. Þau fást í nokkrum stærðum, prófaðu að blanda nokkrum gerðum saman.
Riffluð, hefðbundin glös í ýmsum litum – henta fyrir safa, te eða allt þar á milli. Þau mega líka fara í uppþvottavél!