Þú nærð upp suðu fyrr ef þú hefur lokið á, þannig sparar þú tíma, orku og peninga ásamt því að minnka áhrif þín á umhverfið.
Hentar öllum gerðum af helluborðum, þ.m.t. spanhelluborðum.
Eingöngu úr málmi og má því líka fara í ofn.
Gufa safnast saman innan á lokinu og drýpur svo niður aftur. Þannig er sjálfkrafa ausið yfir matinn þannig að hann verður safaríkur og bragðmikill.
Búið til úr úr gljábrenndu steypujárni sem dreifir hitanum jafnt yfir pönnuna og heldur honum lengi. Tilvalið fyrir til dæmis hægeldaða rétti eins og ofnsteikur og pottrétti.