795,-
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
SOARÉ
SOARÉ diskamotturnar eru svo vinsælar að þær hurfu næstum af markaðnum. Hvernig stendur á því? Salan stefndi að því að verða óviðráðanleg þegar kom að því að framleiða handunna gæðavöru úr náttúrulegum trefjum. Teymið á bak við SOARÉ var byrjað að undirbúa að skipta þeim út fyrir diskamottur sem framleiddar voru í vél. En áður en af því varð fóru þau í ferðalag sem breytti öllu.
Mekong-áin í Víetnam er stútfull af vatnaliljum, líflegri grænni plöntu sem SOARÉ er unnið úr. Hún vex ótrúlega hratt sem gerir hana að dýrmætri endurnýjanlegri auðlind, en hún er einnig hættuleg þar sem hún á það til að stífla vatnsfarveginn. Fólk sem býr við ánna, aðallega konur, týna vatnaliljur og vefa stilkana saman. Þannig halda þær vatnsfarveginum opnum, viðhalda handverkshefðum og afla sér aukatekna.
Lillemor Franzén og samstarfsfólk upplifðu að sitja á heimilum vefarana og fengu að hlusta á sögur þeirra um hvernig SOARÉ bætti líf þeirra. „Ein gömul kona sagði okkur að dóttir hennar væri að læra að vera kennari þökk sé SOARÉ,“ segir hún. Venjulega safnast tveir til þrír vefarar saman til að vinna á einhverju heimilanna. Þær spjalla, hlæja og líta til með búpeningnum og börnunum sem eru of ung til að fara í skóla. „Þegar ég sé eitthvað svona nær það mér alveg og ég verð svo stolt af því að vinna hjá IKEA,“ segir Lillemor.
Teymið ákvað að lausnin á því að uppfylla aukna eftirspurn á diskamottum úr náttúrulegum trefjum væri að koma með aðrar tegundir sem væru gerðar í vélum. Þá fá viðskiptavinirnir meira úrval og eftirspurnin fyrir SOARÉ myndi jafnast út. Hægt er að framleiða fleiri eintök af diskamottum sem framleiddar eru í vélum og framleiðslan á SOARÉ getur haldið áfram óbreytt. „Við höfum alltaf ætlað okkur að stunda góð viðskipti, og við gerum það“ segir Lillemor. „Á ferð minni til Víetnam komst ég að því að tilgangur SOARÉ var meira en bara viðskipti.“
Vatnahýasintur eru fljótandi plöntur sem vaxa hratt í vatnsfarvegum í hitabeltinu. Ef þær ná að þekja vatnsyfirborðið koma þær í veg fyrir að sólargeislar nái undir yfirborðið og trufla þannig fjölbreytt lífríki vatnsins, ásamt því að stífla samgöngu- og flutningsleiðir. Þegar þeim er safnað saman lifnar lífríkið aftur við og það losnar um vatnsfarvegina. Plantan breytist þá líka í hráefni. Stilkarnir eru sveigjanlegt efni sem hægt er að vefa eða flétta í einstakar körfur, mottur eða annan húsbúnað.
SOARÉ diskamotturnar eru gerðar úr þurrkuðum vatnaliljum, sem vaxa hratt og geta stíflað vatnsfarvegi. Með því að nota vatnaliljurnar í vörurnar okkar hjálpum við að stýra náttúrulegum vexti þeirra.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Handunnið og því er hvert eintak einstakt.
Vörunúmer 400.825.36
1 pakkning(ar) alls
Þrífðu með rökum klút.
Hæð: | 1 cm |
Heildarþyngd: | 0,28 kg |
Nettóþyngd: | 0,27 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 1,1 l |
Þvermál: | 38 cm |
Vörunúmer 400.825.36
Vörunúmer | 400.825.36 |
Vörunúmer 400.825.36
Þvermál: | 37 cm |
Vörunúmer: | 400.825.36 |
Pakkningar: | 1 |
Hæð: | 1 cm |
Heildarþyngd: | 0,28 kg |
Nettóþyngd: | 0,27 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 1,1 l |
Þvermál: | 38 cm |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls