HALVVARM
Matarílát með loki og skilrúmi,
0.7 l, ryðfrítt stál/drappað

1.490,-

Magn: - +
HALVVARM
HALVVARM

HALVVARM

1.490,-

Sendingarkostnaður er 9.500,-

Reikna sendingarkostnað

Vefverslun: Til á lager
Geymdu matinn í þessu fallega íláti og njóttu hans heima, í vinnunni eða undir berum himni. Tilvalið í töskuna eða bakpokann þar sem ílátið lekur ekki og er úr sterku ryðfríu stáli.

Hugleiðingar hönnuða

Stina Lanneskog, hönnuður

„Þegar ég var krakki tók pabbi alltaf með sér nestisbox úr ryðfríu stáli í vinnuna. Vörurnar mínar eru innblásnar af þessum gamaldags boxum og hinum ýmsum útivistarvörum en með borgaralegum stíl. Svona vörur þurfa að vera þægilegar og auðvelt að grípa með sér þegar þú ferð í vinnuna eða í lengri ferðir – og líta það vel út að þú viljir njóta þeirra á hverjum degi. Mér líkar þær því þær stuðla að virkara og sjálfbærara lífi og aukinni kostnaðarvitund.“

Efni

Hvað er ryðfrítt stál?

Þú finnur ryðfrítt stál í allt frá byggingamannvirkjum og bílum til vaska og hnífa, Það er auðvelt að sjá hvers vegna það er notað í svona margt. Ryðfrítt stál er hart og endingargott og tærist lítið – sem sagt ryðgar ekki. Það inniheldur vanalega lítið af nikkeli og í IKEA vörur er aðallega notað nikkelfrítt stál. Eins og með marga aðra málma er hægt að endurvinna það aftur og aftur í nýja slitsterka hluti – án þess að það tapi dýrmætum eiginleikum sínum.


Bæta við vörum

Aftur efst
+
X