26.990,-
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
HALVED
Flatofnar mottur eru byggðar á láréttum þráðum (ívafi) sem eru ofnir yfir og undir lóðrétta þræði (varp) þar til mottan er fullgerð. Flatar mottur eru ólíkar öðrum mottum eins og þeim sem eru smyrnaðar þar sem það myndast ekki hátt flos heldur verður yfirborðið jafnt og slétt. Þessi tækni hentar vel fyrir flókna hönnun og mynstur og motturnar verða yfirleitt léttar og endingargóðar. Það má líka snúa þeim við og auðvelt að þvo og því eru þessar mottur hagkvæmar og vinsælar.
Ull er hentugt efni sem kemur venjulega af kindum. Óunnin ull er þvegin og síðan spunnin í garn. Ullarmottur eiga marga kosti. Þær eru mjúkar, hlýjar, það er þægilegt að ganga á þeim og þær endast líka vel. Þær eru líka blettavarðar, þar sem ullin inniheldur náttúrulega olíu sem hrindir frá óhreinindum. Sem þýðir að óhreinindin halda sig á yfirborðinu en fara ekki inn í mottuna. Allar ullamottur fara úr hárum - sumar meira en aðrar - ryksugaðu þær reglulega til að hindra að laus hár berist út um allt.
„Við búum og vinnum í Lundúnum – líflegum, litríkum og skapandi miðpunkti sem veitir okkur innblástur daglega. Þá sérstaklega magnaða götulistin í Austur-Lundúnum. HALVED mottan bætir vonandi sömu litagleði við þitt líf. Mottan er handgerð á Indlandi og er hluti af verkefni sem IKEA kom á laggirnar til að ráða og mennta fólk þar. Mottan eykur litadýrð heimila og fólks.“
STOPP og STOPP FILT eru stöm undirlög sem halda mottunum þínum á sínum stað svo enginn detti um þær. Klipptu undirlagið í hvaða stærð sem er. STOPP FILT, sem er 4 mm á þykkt, hjálpar líka til við að vernda handhnýttar mottur og lætur allar motturnar þínar virðast þykkari og mýkri.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Auðvelt að ryksuga því yfirborðið er slétt.
Vegna eiginleika ullarinnar er mottan fullkomin í stofuna þína eða undir borðstofuborðið.
Handofið af færu handverksfólki og því er hver motta einstök. Unnið í handverkssetrum á Indlandi, þar sem vinnuaðstæður eru góðar og launin sanngjörn.
Vörunúmer 203.282.28
1 pakkning(ar) alls
Má ekki þvo. Má ekki setja í klór. Má ekki setja í þurrkara. Má ekki strauja. Má ekki þurrhreinsa. Ryksugaðu og snúðu mottunni reglulega. Þurrir blettir: Fjarlægðu strax með því að skrapa varlega inn að miðju blettsins. Rakir blettir: Ekki nudda. Notaðu pappírsþurrkur til að draga í sig vökvann, strjúktu svo yfir með rökum klút og mildu hreinsiefni. Láttu fagfólk um hreinsun þegar þörf er á. Notaðu alltaf venjulegan ryksuguhaus, ekki snúningsbursta, þegar mottan eru ryksuguð.
Notaðu STOPP FILT stamt undirlag fyrir mottu til að auka þægindi og öryggi, fer undir alla mottuna.
Varan hefur verið prófuð fyrir notkun á heimilum.
Þú þarft eitt STOPP FILT stamt undirlag (165×235 cm) fyrir þessa mottu. Klipptu til ef þörf er á.
Mottan er handofin.
Lengd: | 81 cm |
Breidd: | 59 cm |
Hæð: | 7 cm |
Heildarþyngd: | 8,54 kg |
Nettóþyngd: | 8,38 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 33,5 l |
Vörunúmer 203.282.28
Vörunúmer | 203.282.28 |
Vörunúmer 203.282.28
Lengd: | 240 cm |
Breidd: | 170 cm |
Þykkt: | 6 mm |
Flötur: | 4,08 m² |
Yfirborðsþéttleiki: | 1970 g/m² |
Vörunúmer: | 203.282.28 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 81 cm |
Breidd: | 59 cm |
Hæð: | 7 cm |
Heildarþyngd: | 8,54 kg |
Nettóþyngd: | 8,38 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 33,5 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls