Spotify Tap-virknin gerir þér kleift að halda áfram að hlusta þar sem frá var horfið. Þú ýtir einfaldlega á hnappinn og tónlistin heldur áfram.
Spotify Tap-virknin spilar lög sem þér gæti líkað, miðað við hlustunarsöguna þína. Þú getur því uppgötvað nýja tónlist. Ef þú vilt skipta um lag getur þú einfaldlega ýtt aftur á hnappinn.
Gerir þér kleift að hlusta á uppáhaldstónlistina eða -hlaðvarpið, hvar sem er. Þú þarft bara símann þinn, tölvu eða annað tæki með Bluetooth-tengingu.
Þú getur parað tvo hátalara fyrir víðóma hljóð og einnig tengt þá við skjá til að fá betri upplifun með skýrum vinstri og hægri hljómi.
Glæsileg og áberandi hönnun sem fellur vel inn á heimilið. Hvort sem þú festir hátalarann á vegg með festingu eða lætur hann halla upp við vegg verður hann eðlilegur hluti af innréttingunni.
Hátalarinn er með þrjár EQ-stillingar svo þú getur fínstillt hljóminn að þínum persónulega smekk og þeirri tónlist sem þú ert að hlusta á.
Bluetooth-hátalarinn er með fjölhátalarastillingu og er auðveldur í notkun og með kraftmikinn hljóm.
Hægt er að auka hljóminn með því að bæta við fleiri SOLSKYDD hátölurum eða öðrum Bluetooth-hátölurum með fjölhátalarastillingu.
Hljóð og tónlist geta fært fólk saman og umbreytt andrúmsloftinu á heimilinu – hvort sem um er að ræða bíómyndakvöld, rómantískan kvöldverð eða óvænt danspartí.