Fimm þægindasvæði þar sem þú þarft á þeim að halda til að styðja við mjaðmir og axlir – og skapa náttúrulega stöðu fyrir hrygginn.
Auðvelt er að halda öllum áklæðunum hreinum þar sem þú getur tekið þau af og sett í þvottavél.
Minnissvampur bregst hægt við hreyfingum og yfirdýnan hentar því vel fyrir þau sem hreyfa sig ekki mikið í svefni.
Fljótlegt og auðvelt að setja saman eða taka í sundur án verkfæra.
Minnissvampurinn í yfirdýnunni losar um álag á hrygg og liðamótum ásamt því að bæta blóðrásina.
Hægt er að skipta um áklæði og fætur ef þú vilt breyta útlitinu, seld sér.
10 ára ábyrgð er á viðargrindinni, pokagormadýnunni og áklæðinu. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.