Auðvelt er að halda öllum áklæðunum hreinum þar sem þú getur tekið þau af og sett í þvottavél.
Rúmið er bólstrað allan hringinn og því fallegt frá öllum hliðum. Tilvalið til að hafa í miðju herbergi.
Sterkbyggðir eikarfætur setja punktinn yfir i-ið.
VALEVÅG dýnan er 24 cm á þykkt með fimm þægindasvæðum, sérpökkuðum pokagormum og þykku lagi af svampi fyrir aukin þægindi.
VALEVÅG dýna er með 10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Það er auðvelt að halda yfirdýnunni hreinni en þú getur fjarlægt áklæðið og þvegið það í þvottavél.
Bæði dýnan og dýnuhlífin eru upprúllaðar og því auðvelt að taka þær með heim.
FÖLUNGEN gormakjarni veitir aukin þægindi. Hann er með eitt lag af gormum og með því að setja hann í rimlabotninn gerir þú svefnyfirborðið stöðugt og jafnt.
Þú getur keypt aukaáklæði – í sama stíl eða nýjum.
Það er þægilegt að halla sér upp að mjúka höfðagaflinum við lestur eða sjónvarpsáhorf uppi í rúmi.
Höfðagaflinn inniheldur viðarull sem er náttúrulegt efni. Þannig drögum við úr notkun gervisvamps.
Tonerud áklæðið er úr 100% endurunnu pólýesterefni með mjúkri tvítóna áferð.