Það er auðvelt að ryksuga undir rúminu til að halda rýminu hreinu og rykfríu.
Stílhrein hönnun, engar sýnilegar festingar og passar vel við annan húsbúnað.
Rúmgrindin er stílhrein en þú getur lagað hana að þínum stíl með vefnaðarvöru ásamt öðrum húsgögnum.
Stílhreint rúmið er fallegt frá öllum hliðum. Þú getur því haft það frístandandi eða upp við vegg með höfðagafli.
Ef þig vantar hirslupláss fyrir aukarúmföt getur þú auðveldlega bætt við VIHALS rúmfatahirslum á hjólum, seldar sér.
Ef þú þarft aukarúm getur þú bætt VIHALS gestarúmi við, selt sér. Þú getur þá rúllað því út þegar gesti ber að garði.
Hirslurnar og svefnherbergishúsgögnin í VIHALS línunni passa vel saman og auðvelda þér að skapa samræmdan stíl á öllu heimilinu.
Fjölhæf lausn sem auðvelt er að aðlaga að aðstæðum og þörfum.