Varan uppfyllir ræktunarskilyrði Rainforest Alliance-vottunar.
Í hverjum bita blandast mjúkt og sætt súkkulaðibragð saman við ferskt og örlítið súrt hindberjabragð.
Fullkomnir fyrir sérstök tilefni og hátíðir eins og Valentínusardaginn, páska, fermingar, útskriftir – og alla aðra sólríka daga vors og sumars.
Ljósbleiki liturinn gerir konfektmolana að sannkölluðu augnakonfekti!
Níu bragðgóðir konfektmolar í gjafaöskju.