Fer vel með borðum og bekkjum úr sömu vörulínu.
Mjúkt sæti ásamt hallandi baki gerir stólinn einstaklega notalegan fyrir langa setu og gerir máltíðina þægilegri.
Hægt er að taka áklæðið af og setja í vél sem auðveldar þrif. Þú þarft aðeins að skrúfa sætið af til að fjarlægja áklæðið og þvo til að halda stólnum ferskum.
Stólgrindin er úr gegnheilli furu og er því traust og stöðug og endist lengi.