Stendur stöðugt, líka á ójöfnu undirlagi, þar sem fæturnir eru stillanlegir.
Duftlakkaður stálramminn er bæði stöðugur og endingargóður.
Innbyggður hitamælir í lokinu hjálpar þér að fylgjast með hitastiginu á meðan þú grillar – án þess að þurfa að lyfta lokinu.
Bakkinn fyrir öskuna er útdraganlegur svo auðvelt sé að tæma hann þegar búið er að grilla.
Grindin er endingargóð og ryðvarin þar sem hún er úr hágæða ryðfríu stáli.
Dreifðu kolum um grillið til að búa til heitt svæði eða svalara svæði fyrir minni hita – tilvalið ef þú ert að grilla mat sem þarfnast mismunandi eldunartíma.
Á hillunum undir grillinu er pláss fyrir aukahluti, áhöld, föt og aðra hluti sem þú þarft að hafa innan handar til að framreiða rjúkandi grillmatinn beint af grillinu yfir á borðið.
Rúmgott eldunarsvæði (65×38 cm) gerir þér kleift að elda góða rétti fyrir alla fjölskylduna.
BÅTSKAR útieldhúsið veitir þér aukið pláss við grillið, því getur þú hagað matreiðslunni eins og þú sért í hefðbundnu eldhúsi innandyra.
Ef þú ert að setja upp útieldhús eru BÅTSKÄR vörurnar fyrir þig.
Grindin fyrir ofan stóru grillgrindina er fyrir matvæli sem eiga að eldast á lægri hita eða til að halda matnum heitum.
Einfalt að opna loftopin með hnúðunum framan á. Grillið er bæði fallegt og hentugt fyrir útieldhúsið.
Hitaeinangrandi höldur úr duftlökkuðu stáli.
Einingin fyrir grill er með hurðir sem verja hlutina fyrir óhreinindum og ryki ásamt því að gefa útieldhúsinu stílhreint útlit.