Jólafjör í IKEA um helgina

Taktu þátt í jólagleði IKEA frá 13-17. Við bjóðum upp á smakk á ljúffengum smákökum og ilmandi jólaglöggi. Bakaranemar skreyta piparkökuhús, jólasveinninn situr fyrir á myndum með kátum krökkum og tónlistarfólk flytur notalega jólatóna. Á veitingastaðnum er úrval af hátíðlegum réttum og ævintýralegur jólamarkaður í gróðurhúsunum vekur upp jólaandann. Við hlökkum til að sjá þig!

Label

Lýstu upp myrkrið

Hélaðar rúður kalla á notalegar ljósaseríur. Í STRÅLA línunni eru falleg LED skrautljós og skermar sem lýsa upp heimilið á dimmasta árstímanum.

Skoða alla hátíðarlýsingu

Jólamarkaður í gróðurhúsunum

Líttu við og skoðaðu glæsilegt úrval af lifandi jólatrjám og fleiri jólavörum ásamt ýmsu góðgæti fyrir bragðgóðar samverustundir; smákökudeig, piparkökuhús og fleira.
Markaðurinn er í gróðurhúsunum fyrir utan verslunina og er opinn alla daga kl. 11-20.

Label

Þitt heimili, þínar reglur.

Það er engin ein rétt leið til að skreyta heimilið. Í VINTERFINT línunni finnur þú allt sem þú þarft til að færa heimilið í jólabúning á þinn hátt.

Skoðaðu VINTERFINT línuna

Ilmurinn úr eldhúsinu ...

Eitt af því besta við jólin er jólamaturinn og því leggjum við sérstaklega mikið upp úr því að bjóða upp á úrval af hátíðlegu góðgæti sem gleður bragðlaukana. Gríptu tækifærið og veldu úr girnilegu úrvali af heitum og köldum jólaréttum á veitingastaðnum eða kíktu við á kaffihúsinu og láttu freistast af sætum jólaeftirréttum og snittum. Í sænsku búðinni finnur þú meðal annars vinsæla smákökudeigið, glögg, piparkökuhús og fyrsta flokks klementínur. Við hlökkum til að sjá þig!

Skoðaðu nánar hér

Auðveldari bakstur

Það er til fólk sem elskar að baka og svo fólk sem gerir það ekki. Ef þú vilt fara einföldu leiðina þá finnur þú piparkökur, súkkulaði og fleira gómsætt í vöruúrvalinu okkar.

Hvaða tré verður fyrir valinu?

Í IKEA finnur þú úrval af ólíkum jólatrjám og því ætti að vera auðvelt að finna þitt eftirlætistré.

Skoðaðu jólatré

Góðar gjafir á viðráðanlegu verði fyrir öll tilefni

Það getur stundum verið snúið að finna réttu gjafirnar fyrir allt ólíka fólkið í kringum okkur. Í IKEA getur þú fundið gjafir á góðu verði. Sama hver er á listanum þínum.

 

Innpökkuð gleði

Það getur tekið tíma að pakka inn gjöfum en það verður þess virði þegar þú sérð þær undir jólatrénu. Síðan tekur yfirleitt mjög stuttan tíma að taka utan af þeim en það er allt í lagi – jólin eiga snúast um gleði og samveru.

Skoðaðu gjafapappír og gjafapoka

Dýrmætar samverustundir

Jólin eru tíminn til að gleðjast og hafa það náðugt með þeim sem okkur þykir vænt um. Undirbúningurinn á sér oftast stað heima hjá okkur, hvort sem það er föndur, bakstur eða notaleg samvera með kakóbolla. Við erum með allt sem þarf til að auðvelda þér að dekra við fólkið sem þér þykir vænt um.

Skoða alla bökunarvörur

Lýstu upp skammdegið

Kertaljós setur alltaf réttu stemninguna – það lýsir upp drungalega morgna, gerir kvöldverð fyrir tvo rómantískari og rýmið hlýlegra.

Skoða allar skreytingar og kerti