Taktu þátt í jólagleði IKEA frá 13-17. Við bjóðum upp á smakk á ljúffengum smákökum og ilmandi jólaglöggi. Bakaranemar skreyta piparkökuhús, jólasveinninn situr fyrir á myndum með kátum krökkum og tónlistarfólk flytur notalega jólatóna. Á veitingastaðnum er úrval af hátíðlegum réttum og ævintýralegur jólamarkaður í gróðurhúsunum vekur upp jólaandann. Við hlökkum til að sjá þig!
Laugardagurinn 2. desember
Kvennakór Hafnarfjarðar | Kl. 15-16 |
Kirkjukór Fella- og Hólakirkju | Kl. 17:30-18:30 |
Sunnudagurinn 3. desember
Stefán Henrysson | Kl. 15-16 |
Mosfellskór | Kl. 17:30-18:30 |
Líttu við og skoðaðu glæsilegt úrval af lifandi jólatrjám og fleiri jólavörum ásamt ýmsu góðgæti fyrir bragðgóðar samverustundir; smákökudeig, piparkökuhús og fleira.
Markaðurinn er í gróðurhúsunum fyrir utan verslunina og er opinn alla daga kl. 11-20.
Í gróðurhúsunum fyrir utan verslunina bjóðum við frábært úrval af jólatrjám í hæsta gæðaflokki.
Normannsþinur 100 -125 cm | 3.490,- |
Normannsþinur 125 - 150 cm | 4.690,- |
Normannsþinur 150 - 175 cm | 6.990,- |
Normannsþinur 175 - 200 cm | 7.990,- |
Normannsþinur 200 - 250 cm | 9.990,- |
Grenibúnt 500 gr. | 895,- |
Það getur stundum verið snúið að finna réttu gjafirnar fyrir allt ólíka fólkið í kringum okkur. Í IKEA getur þú fundið gjafir á góðu verði. Sama hver er á listanum þínum.