Árstíðabundin lýsing og ljósaseríur
Jólaljós
Ljómandi og glitrandi jólaljós eru oft fyrstu merkin um að dásamlegasti tími ársins sé runninn upp á ný. Hengdu upp ljós í gluggana og á jólatréð eða fléttaðu þau saman við borðskreytingarnar. Hvort sem þú ert meira fyrir nútímalegt eða klassískt útlit þá skapa jólaljósin ávallt hátíðlega stemningu á heimilinu.
Ljómandi jólastemning
Tindrandi ljós í glugganum og notalegur bjarmi á borðinu – ljósin geta breytt venjulegu kvöldi í ævintýralega stund. Með STRÅLA ljósum er auðvelt að lýsa upp heimilið fyrir hátíðirnar, hvort sem þú ætlar að gera mikið úr skreytingunum eða halda þeim einföldum og notalegum.