Fyrirtækjaþjónustan er skipuð sérfræðingum í vöruúrvali IKEA sem aðstoða fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum við að velja fallegar og hagnýtar lausnir. Það sparar bæði tíma og peninga að fá aðstoð við að velja húsbúnað sem hentar, halda utan um pantanir og koma auga á snjallar lausnir. Dæmi um slíkt samstarf má sjá á þessum myndum. Fyrirtækið Skýið nýtti sér kunnáttu starfsfólks IKEA, úr fyrirtækjaþjónustu, útstillingadeild og teikniþjónustu, við að innrétta nýtt skrifstofuhótel í Suðurhrauni í Garðabæ. Afraksturinn er hagnýtar og glæsilegar skrifstofur sem bjóða upp á skilvirkt og hlýlegt vinnuumhverfi.
Innlit í Skýið
Innlit í Skýið

„Ég hafði í huga þegar ég var að hanna rýmin og velja húsgögn að þetta væru sígildar og nútímalegar skrifstofur sem skapa þægilegt vinnuumhverfi með rólegri litapallettu.“

– Geirþrúður, hönnuður í útstillingadeild IKEA


Innlit í Skýið
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

„Ég sá um að halda utan um samantekt og sölu á þeim vörum sem Geirþrúður valdi. Var í samskiptum við birgðasvið varðandi sérpantanir og birgðautanumhald fyrir viðskiptavininn. Við sáum líka um að tína vörurnar saman og spara þeim því sporin í versluninni. Við fengum einnig aðstoð Signýjar í teikniþjónustu IKEA við að teikna eldhúsið og kaffihornin sem Geirþrúður hannaði, auk ráðgjafar varðandi heimilistæki og skipulag í eldhúsinnréttingu.“

– Drífa, yfirmaður fyrirtækjaþjónustu IKEA


Innlit í Skýið

„Samstarfið gekk snurðulaust og vel allan tímann. Það var sérstaklega þægilegt að hafa ákveðinn fulltrúa hjá fyrirtækjasviði sem þekkti verkefnið vel og vann vel með hönnunarhliðinni.“

– Sylvía, Skýið skrifstofur


IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt
Innlit í Skýið

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X