Við kynnum nýja tímabundna línu sem gerð var í samvinnu við margverðlaunaða hönnuðinum Sabine Marcelis þar sem töfrandi samspil lýsingar og forms er í aðalhlutverki. Ljósskúlptúrar og óhefðbundinn húsbúnaður grípa augað og færa heimilinu hlýju og glaðlegt andrúmsloft.

IKEA og Sabine Marcelis

Sabine er uppalin á Nýja Sjálandi en býr nú í Rotterdam þar sem hún fæst við vöru- og rýmishönnun ásamt innsetningum. VARMBLIXT línan endurspeglar vel þekkingu hennar og áhuga á ljósi og litum.

„IKEA og Sabine Marcelis hafa hér hannað vörur fyrir heimilið sem vekja upp jákvæðar tilfinningar með lýsingu í aðalhlutverki.“

Chiara Ripalti
IKEA vöruhönnuður

Í stúdíóinu

Á bjartri vinnustofu í Rotterdam má sjá einstaka sýn Sabine Marcelis á hönnun. Hvort sem hún er að hanna óhefðbundna lampa eða kanna hvernig sólarljós skín í gegnum gler er útkoman alltaf eitthvað kraftmikið og áhrifaríkt.

„Fyrir mér snýst þetta um það hvernig efniviður eða blanda af efniviðum geti fangað athygli þína þannig að þú viljir staldra við og skoða hlutinn nánar.“

Sabine Marcelis
Hönnuður

Lýsing sem gleður

Sem hluti af langtímamarkmiði IKEA viljum við skoða hvernig heimilislýsing getur vakið tilfinningaleg áhrif og vellíðan í stað þess að gegna einungis því hlutverki að lýsa upp heimilið.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X