Hér finnur þú svör við algengum spurningum varðandi IKEA Home smart. Þú getur notað búnaðinn með fjarstýringu, en ef þú vilt tengja hann við snjalltæki, þarftu að sækja appið og eiga TRÅDFRI gáttina.
Töfrarnir gerast þegar þú bætir TRÅDFRI gáttinni við netbeinirinn þinn og sækir IKEA Home smart appið. Gáttin gerir þér kleift að tala við vörur sem eru tengdar við IKEA Home smart vörur. Þú getur bætt snjalllýsingu og rafknúnum rúllugardínum við ásamt því að stjórna tenglum (til að gera tengd raftæki snjöll). Þá getur þú stýrt heimilinu með appi: Þú getur ákveðið fyrir fram hvenær ljósin eigi að slokkna og kvikna, hvenær rúllugardínurnar eiga að fara upp og niður og stillt mismunandi stemningu í appinu sem þú getur virkjað með einum hnappi.
Hvort sem þú vilt nýta þér appið eða fjarstýringu erum við lausn fyrir þig! Þú getur breytt stemningu heimilisins með einum smelli á fjarstýringunni eða appinu, veifað hendinni eða einfaldlega notað röddina.
Þegar þú sérð þetta merki á vöru, getur þú verið fullviss um að hún virkar með Home smart appinu og hægt sé að tengja hana við TRÅDFRI gáttina.
IKEA Home smart appið og TRÅDFRI gáttin auðvelda þér að stýra snjallheimilinu. Þú getur stillt tækin til að vekja þig, búið til senur og stýrt aukahlutum. Horfðu á myndskeiðið og sjáðu fyrstu skrefin með TRÅDFRI setti.
Þú getur stillt lýsinguna til að vekja þig, tímasett Home smart vörurnar þannig það kviknar á ljósum, tónlist byrjar að hljóma og gardínur fara upp eða niður á ákveðnum tíma, jafnvel þegar þú ert að heiman. Horfðu á myndskeiðið til að læra hvernig þú notar tímastillingu með IKEA Home smart appinu.
Gáttin lætur vita þegar hún er tengd heimanetinu. Nánari leiðbeiningar eru í myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Skoðaðu nýjustu upplýsingar um samhæfni í App Store eða Google Play.
Þú getur einnig fylgt leiðbeiningunum í þessum myndskeiðum:
Þú getur stillt IKEA Home smart vörur aftur á grunnstillingar.
Lýsing: Ýttu sex sinnum á aðalhnappinn.
Fjarstýring, þráðlaus ljósdeyfir eða hreyfiskynjari: Ýttu á pörunarhnappinn fjórum sinnum innan fimm sekúndna.
Gátt: Opnaðu lokið á gáttinni og fjarlægðu það. Ýttu pinna í gatið efst á gáttinni í a.m.k. fimm sekúndur þar til LED ljósið hættir að blikka.
Fjarstýringarbúnaður: Ýttu pinna í gatið efst á fjarstýringarbúnaðinum í a.m.k. fimm sekúndur þar til LED ljósið hættir að blikka.
Gardínur: Ýttu á takkana sem vísa upp og niður á gardínunum og haltu þeim báðum inni í fimm sekúndur.
Svona endurstillir þú TRÅDFRI ljósaperu
Svona endurstillir þú TRÅDFRI ljósaperu
Svona endurstillir þú TRÅDFRI fjarstýringu
Svona endurstillir þú TRÅDFRI ljósdeyfi
Svona endurstillir þú TRÅDFRI hreyfiskynjara
Svona endurstillir þú TRÅDFRI gátt
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn