MÄVINN er ný tímabundin lína. Vörurnar einkennast af fallegu handverki og framleiðsla þeirra fer fram í félagslegum fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að skapa störf þar sem þeirra er mest þörf. Hver hlutur býr yfir persónutöfrum – falleg smáatriði, skemmtilegir litir og náttúruleg áferð.

Skoða allar MÄVINN vörurnar hér

Nýjar vörur úr afgangsefni

Svuntan er úr gallaefnisafgöngum og er handgerð af fötluðu fólki í Víetnam. Hönnuðirnir, Maria Vinka og Paulin Machado, lögðu upp með að skapa vörur með skemmtilegum smáatriðum.

„Það sem einkennir vörulínuna eru smáatriðin og einstakt handgert útlit.“

Paulin Machado
hönnuður hjá IKEA

Handverk sem skapar störf

Framleiðsla MÄVINN er í höndum félagslegra fyrirtækja sem skapa störf í þar sem þeirra er mest þörf. Línan var gerð í samstarfi við sjö félagsleg fyrirtæki í Asíu sem skapa atvinnutækifæri fyrir fólk í minnihlutahópum.

Fegurðin býr í smáatriðunum

Vefnaðarvörur með handútsaumuðum smáatriðum skera sig úr. Þetta púðaver í hlýjum litatónum með handsaumaðri rönd er gert af konum í indverskum þorpum þar sem erfitt er að fá atvinnu.


Rætur að rekja

Settu þinn svip á heimilið með einstökum vörum eins og ættartré á handgerðu veggspjaldi eða marglitum púðaverum með handsaumuðum hjörtum.

Skoða allar MÄVINN vörurnar hér

Áberandi litaskellur

Körfurnar eru úr fléttuðu júta með marglitum brúnum sem eru handsaumaðar af konum í Bangladess.

Handofið og einstakt

Hlýlegir hlutir úr náttúrulegum trefjum setja svip á heimilið. Skermarnir fyrir loftljós og hangandi hirslurnar eru handofnar úr sterkum bananatrefjum og gera rýmið notalegra.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X