Það er vinsælt að hafa stofu og eldhús í opnu rými en hér er önnur nálgun. Unga fjölskyldan lagaði rýmið að þeirra einstöku þörfum og áhugamálum – með mikla áherslu á einfaldleika, klassíska hönnun og náttúruleg hráefni.

Hagnýtt form

Í litlu rými þarf hver einasti hlutur að hafa notagildi – en hvað með fegurðargildi? Íbúðin er gott dæmi um hvað gerist þegar þetta tvennt kemur saman: Hvert húsgagn hefur minnst eitt notagildi ásamt tímalausri hönnun sem bætir útlit herbergisins.

 

Skoðaðu hægindastóla

Eina reglan er að það er engin regla

Heimilið er þitt athvarf og því er mikilvægt að það henti þér og þínum lifnaðarháttum. Parið á til dæmis ekki sjónvarp (fartölvan nægir þeim) og það veitti þeim aukið frelsi þegar þau innréttuðu stofuna. Í stað þess að hafa hefðbundinn sófa kusu þau að raða tveimur legubekkjum hlið við hlið til að skapa notalegt rými til að slaka á. Þegar vinir kíkja í heimsókn er lítið mál að sækja stóla og kolla.

„Naumhyggja snýst um að velja hluti sem skipta þig máli. Væri ekki tilvalið að geyma eftirlætishlutina þar sem þú getur dáðst að þeim oftar?“

Hans Blomquist,
innanhússhönnuður

Blanda af leik og starfi

Við bambusborðstofuborðið hafa þau haldið mörg matarboð með fólkinu sem þeim þykir vænt um. Þetta er einnig staður þar sem keppst er við skilafresti og skapandi hugsun fær að leika lausum hala. Leyndarmálið að baki fjölbreyttrai virkni í litlu rými er sveigjanleiki nærliggjandi hirslna. Handverksdótið hangir á slá, borðbúnaðinum var komið fyrir í tvöföldum skáp úr gegnheilli furu og skúffueiningarnar undir skápunum eru fyrir alla vinnupappírana.
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Taktu skref inn á annað heimili

Tími fyrir breytingar


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X