Borðplatan hefur sveitalegt útlit sem passar vel hefðbundnu eldhúsi. Borðbrúnirnar gefa hönnuninni sérstakan brag.
Vefverslun: | Til á lager |
Verslun: | Til í verslun |
Borðplatan hefur sveitalegt útlit sem passar vel hefðbundnu eldhúsi. Borðbrúnirnar gefa hönnuninni sérstakan brag.
Borðplata með þykkum eikarspóni, slitsterku og náttúrulegu efni sem hægt er að pússa með sandpappír og meðhöndla eftir þörfum.
Með lagskiptri uppbyggingu verður borðplatan stöðugri, ekki eins viðkvæm fyrir raka og þar með ólíklegri en gegnheill viður til að svigna, klofna eða springa.
Þú getur sagað borðplötuna í þá lengd sem þér hentar og hulið sárið með kantlistunum sem fylgja.
Umhverfisvænn kostur því spónaplatan er klædd með við, sem er góð nýting á auðlindum.
Til að auðvelda uppsetningu og lágmarka viðhald hefur borðplatan verið meðhöndluð með vaxolíu.
Eik er afar sterkur og endingargóður harðviður með áberandi viðarmynstri. Hún verður dekkri og fallegri með aldrinum og fær á sig gullbrúnan undirtón.
Hentar ekki herbergjum þar sem er bleyta.
Eiginleikar:
Hvert borðplata er einstök, með mismunandi æðamynstri og náttúrlegum litbrigðum sem eru hluti af þokka viðarins.
IKEA of Sweden
Lengd: 246 cm
Dýpt: 63.5 cm
Þykkt: 3.8 cm
Til að tryggja að borðplatan eldist vel skaltu bera STOCKARYD viðarolíu reglulega á hana; hún gefur yfirborðinu fallegan gljáa, verndar viðinn og lengir endingartíma.
Við gerum strangar kröfur til alls viðar sem við notum, t.d. bönnum við notkun á ólöglega felldum við. Markmið okkar fyrir 2020 er að allur viður sem við notum verði 100% endurunninn eða af ábyrgum uppruna.
Borðplata/ Bakhlið/ Kantur: Þykkur eikarspónn, Olíu-akrýl
Grunnefni: Spónaplata