Heimilið á að vera öruggur staður fyrir alla fjölskylduna. Þess vegna fylgja öryggisfestingar til að festa fataskápinn við vegginn.
Vefverslun: | Til á lager |
Verslun: | Til í verslun |
Heimilið á að vera öruggur staður fyrir alla fjölskylduna. Þess vegna fylgja öryggisfestingar til að festa fataskápinn við vegginn.
Hannað til að nota bæði eitt og sér og með öðrum húsgögnum í HAUGA línunni, hvar sem er á heimilinu, hvort sem er til að skapa samræmt heildarútlit eða til að raða saman stærri lausn.
Hámarkaðu hirsluplássið og skapaðu samræmt útlit með því að hanna þína eigin HAUGA hirslu.
Einstakt útlit og snjöll hönnun gera það að verkum að húsgögnin í HAUGA línunni virka vel ein og sér og jafnvel enn betur saman. Hliðarnar eru beinar og sléttar og því falla þau vel hver að öðru þegar þeim er raðað hlið við hlið.
Feldu og sýndu hlutina þína að vild með því að blanda saman opnum og lokuðum hirslum.
Þú færð góða yfirsýn og getur auðveldlega náð í fötin þín.
Þú færð góðan stað til að hengja upp handtöskur, baðslopp og aukahluti á hlið skápsins með því að bæta við SKOGSVIKEN snaga á hurð.
Efri parturinn er eins á öllum HAUGA hirslunum og leggur áherslu á hefðbundið útlitið. Kanturinn heldur öllu á sínum stað, hvort sem þú ert að geyma hatta, kassa eða skrautmuni.
Fjölhæft húsgagn sem þú getur notað víða á heimilinu.
Auðvelt að setja saman þar sem blindnaglinn smellist einfaldlega í þar til gerð göt.
VARÚÐ! FALLHÆTTA – Húsgagnið getur fallið fram fyrir sig. Festu það við vegg með meðfylgjandi öryggisfestingum.
Veggir eru mismunandi og þurfa mismunandi skrúfur og festingar. Notaðu skrúfur og aðrar festingar sem henta veggjum heimilisins. Þær eru seldar sér.
Fatasláin rúmar um tuttugu skyrtur á herðatrjám.
Skúffan rúmar um tólf samanbrotnar buxur eða tuttugu boli.
Ola Wihlborg
Breidd: 70.0 cm
Dýpt: 46.0 cm
Hæð: 199.0 cm
Breidd skúffu (innanmál): 61.5 cm
Dýpt skúffu (innanmál): 38.3 cm
Þrífðu með rökum klút.Þurrkaðu með hreinum klút.
Með því að nota afganga úr sögunarverksmiðjum og viðarrusl í spónaplötuna fyrir þessa vöru notum við allt tréð en ekki bara bolinn. Þannig förum við betur með auðlindir okkar.
Við viljum stuðla að jákvæðum áhrifum á umhverfið. Því viljum við að öll hráefni sem notuð eru í vörur okkar verði endurunnin eða endurvinnanleg og af ábyrgum uppruna fyrir árið 2030.
Hliðarplata/ Topphilla: Spónaplata, Akrýlmálning, Plastkantur
Toppplata/ Bakslá/ Botnplata/ Skúffuframhlið: Spónaplata, Akrýlmálning, Pappírsþynna, Plastkantur
Bakþil/ Skúffubotn: Trefjaplata, Akrýlmálning
Skúffuhlið/ Skúffubakhlið: Spónaplata, Plastþynna
Hirsla, 26x34x18 cm
Snagi á hurð
Kassi með loki, 25x36x15 cm