DJUPARP áklæðið er úr flaueli sem, með hefðbundinni vefnaðartækni, gefur efninu hlýlegan djúpan lit og mjúkt yfirborð með þykku flosi og fíngerðum glans.
Innskráðir notendur geta skráð sig og fengið tilkynningu þegar varan kemur aftur.
Vefverslun: | Uppselt |
Verslun: | Fá eintök til |
DJUPARP áklæðið er úr flaueli sem, með hefðbundinni vefnaðartækni, gefur efninu hlýlegan djúpan lit og mjúkt yfirborð með þykku flosi og fíngerðum glans.
Flauelið er ofið úr viskósa og pólýester og því er það afar endingargott.
Áklæðið má taka af og þvo og því einfalt að halda því hreinu.
Þetta er aukaáklæði. Sófi er seldur sér.
Flauelið endurkastar ljósi á skemmtilegan hátt svo það virðist skipta litum.
Það getur komið smá ló á flauelið til að byrja með. Það er fullkomlega eðlilegt og hverfur með tímanum, en einnig er hægt að fjarlægja hana með fatarúllu.
För sem eiga til að myndast í flauelinu hverfa oftast eftir smá stund. Þú getur strokið yfir það með hendinni eða notað fatabursta. Einnig er hægt að nota ryksugu með mjúkum stút.
Áklæðið hefur farið í gegnum nuddpróf og þolir allt að 25.000 umferðir. Áklæði sem þolir meira en 15.000 umferðir hentar húsgögnum sem þurfa að standast hversdagslega notkun á heimilum.
Áklæðið er með ljósfestu á stigi 5 (sem segir til um það hversu vel það stenst upplitun) á skalanum frá 1 upp í 8. Samkvæmt stöðlum henta áklæði með ljósfestu á stigi 4 og upp úr til notkunar á heimilum.
Francis Cayouette
Það þarf að hirða reglulega um flauelið samkvæmt meðfylgjandi leiðbeiningum, svo það haldi útliti sínu og áferð.Má þvo í vél, venjulegur þvottur, hámark 40°C.Þvoðu sér.Má ekki setja í klór.Má ekki setja í þurrkara.Má ekki strauja.Straujaðu á röngunni.Mælt er með gufustraujárni.Þarf að hreinsa með tetraklór og vetniskolefnum hjá fagaðila, venjulegur þvottur.
Vefnaður: 38% viskósi/reion, 62 % pólýester
Bakhlið: 100 % pólýester