Saga
Með BÅTSKÄR útieldhúsi getur þú skolað, brytjað, steikt, grillað og blandað geði við gesti þína undir berum himni. Vissulega er betra að vera inni þegar það rignir en útieldhúsið sjálft þolir ýmislegt. Við höfum séð til þess að það þoli ekki bara vatn heldur líka sól og vind.
„Margir hafa uppgötvað hversu yndislegt það er að elda úti en finnst erfitt að finna lausn utandyra sem er nægilega hagnýt en jafnframt endingargóð og vel hönnuð. Við vildum leysa það með BÅTSKÄR,“ segir Gunilla Hansson, vöruhönnuður.
Allt sem þú býst við í eldhúsi
IKEA hefur þróað eldhús í áratugi og með BÅTSKÄR vörulínunni höfum við fært alla þekkingu okkar og reynslu utandyra. Það hefur sömu virkni og þú getur búist við í eldhúsi innandyra: rúmgott, þægilegir og hreinlegir yfirborðsfletir, góðar hirslur og hurðir með ljúflokum. En það er sveigjanlegra og passar fullkomlega að útisvæðinu þínu. „BÅTSKÄR hefur sérsmíðað yfirbragð en þú þarft ekki að ráða iðnaðarmann til að setja það upp. Þú getur svo auðveldlega bætt við eða fjarlægt hluti þegar þarfirnar breytast og tekið eldhúsið með þér þegar þú flytur.“
Samkomustaður
Fyrir Gunillu og hönnunarteymið var mikilvægt að ná að færa fagurfræðilegu hliðina utandyra. BÅTSKÄR er með hreinar línur, matta gráa áferð og sérhannaða hnúða og höldur. „Við vildum ekki aðeins stuðla að þægilegri og hagnýtri matreiðslu heldur einnig skapa yndislegt umhverfi þar sem allir geta safnast saman og notið nýrra bragða og matarupplifana.“ Kannski náum við að vera örlítið frjálslegri og slaka aðeins betur á öxlunum ef við færum okkur út. Eldamennskan verður allt í einu ánægjulegri, líka á mánudagskvöldum.