Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Rúllaðu á rafmagni!

IKEA býður nú nýja og einfalda leið til að koma vörunum heim. Ef bíllinn rúmar ekki innkaupin eða þú átt ekki bíl þá getur þú fengið rafsendibíl hjá okkur í tvo tíma fyrir aðeins 1.000 krónur og komið þannig vörunum heim á vistvænan hátt.

Kynntu þér leigusamning um rafbíla hér

Bíllinn rúmar flesta flötu pakkanna okkar; lengdin er 2 metrar og hæðin 1,3 metrar. Þetta er því kjörin leið fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess til að komast hjá bið og kostnaði við sendingar með þriðja aðila. Rafbílana má nota á Suðvesturhorninu á svæði sem afmarkast af Akranesi í norðri og Selfossi í austri, og ekki er leyfilegt að aka bílunum utan bundins slitlags.

IKEA er það mikið kappsmál að taka vistvæn skref hvar sem því verður við komið og það er því afar ánægjulegt að geta boðið upp á þennan vistvæna kost í vöruflutningum.

Til að fá rafsendibíl þarf að framvísa gildu fullnaðarökuskírteini.

Undirritun samnings og skil fara fram hjá starfsmanni í anddyri verslunarinnar.

Rafsendibíll IKEA.

Helstu mál:

Farangursrými í sendibíl 4,2 m³
Burðargeta 700 kg
Dráttargeta 400 kg
Lengd farangursrýmis 2 m
Hæð farangursrýmis 1,3 m