Getur betri heimur byrjað heima? Já! Getur betri heimur byrjað hjá þér? Klárlega. Þarf betra val að vera erfiðara eða yfirþyrmandi? Alls ekki! Á vegferð þinni að sjálfbærara lífi heima við geta margir litlir hlutir skipt sköpum fyrir heildarútkomuna. Hér eru hugmyndir að auðveldum breytingum til að byrja á, í dag.

Vistvænni viðskipti

Langar þig að styðja við veitingastaði í nágrenninu án þess auka við úrgang? Það færist sífellt í aukana að viðskiptavinir komi með sín eigin matarílát (hrein, auðvitað) í stað þess að fá einnota ílát undir mat til að taka með heim. Ef þú ert í vafa um hvort boðið sé upp á slíkt getur þú alltaf athugað það áður en þú mætir á staðinn.
 

Skoða matarílát

Verslaðu á meðvitaðan hátt

Eru ekki allir með fullan poka af einnota pokum einhverstaðar á heimilinu? Það er ótrúlegt hversu auðveldlega þeir finna leið aftur inn í líf okkar. Við mælum með að geyma nokkra fjölnota poka í bílnum svo þú endir ekki með enn einn einnota poka þegar þú skreppur í verslunarferð.
 

Skoða fjölnota poka

Takk fyrir samveruna

Árið 2020 hættu plaströr í sölu hjá IKEA og í staðinn kom fjölbreyttara úrval; papparör, sogrör úr ryðfríu stáli og meira að segja bambusrör!

Hressing á ferðinni

Það er langlíf mýta að endurnýjanlegt plast eins og PET, sem notað er meðal annars í flöskur, sé hægt að endurvinna aftur og aftur. Sannleikurinn er sá að gæði plasts minnka í hvert skipti sem það er endurunnið þangað til það er ónothæft eða það þarf að blanda því saman við nýtt plast. Hver er lausnin? Forðastu að nota einnota plast! Drykkjarflaska eins og þessi er tilvalin til að hafa með í bakpokann og engin skaðleg efni læðast í drykkinn.
 

Skoða matarílát

Taktu skref inn á annað heimili

Tími fyrir breytingar


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X