Með smelltu og sæktu þjónustunni getur þú verslað á vefnum og sótt pöntunina til okkar. Afgreiðsla pantana er opin alla daga 11-20.

Smelltu og sæktu þjónustan hefur verið vinsæl síðan henni var komið á nánast fyrirvaralaust þegar þurfti að loka versluninni, og í núverandi mynd er hún komin til að vera. 

Ástæða tínslugjaldsins er einföld: við viljum halda vöruverðinu lágu. Hjá IKEA fer kostnaðurinn við að tína saman vörur ekki inn í vöruverð. IKEA er fyrst og fremst sjálfsafgreiðsluverslun; viðskiptavinir sækja vörurnar sjálfir og setja þær saman sjálfir. Þannig fá þeir lægsta verðið. Það tekur tíma og mannskap að tína saman vörur fyrir viðskiptavini, og þess vegna kostar sú þjónusta aukalega. IKEA býður alltaf upp á besta mögulega verð á vörum og þjónustu.

Hvernig virkar þetta?

  • Þú verslar á vefnum og merkir við í pöntunarferlinu að þú viljir sækja vörurnar til okkar
  • Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og hægt er, getur tekið allt að 48 klukkustundir.
  • Pantanir eru afhendar í vöruafgreiðslu að Kauptúni 3 en vörur sem alla jafna þarf að sækja í vöruafgreiðslu okkar í Suðurhrauni 10 (METOD eldhús, PAX fataskápar, KOMPLEMENT innvols og heimilistæki) eru sóttar þangað
  • Tínslugjald er 1.450,- fyrir pantanir úr verslun. 
  • Lágmarksupphæð fyrir pöntun í Smelltu og sæktu er 15.000,-

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X