Close
Fara í körfu
Close

Skoðaðu nýjustu bæklingana okkar

Lærðu á þinn hátt

Fyrsta skóladegi fylgir eftirvænting, hvort sem verið er að stíga fyrstu skrefin á menntabrautinni eða jafnvel byrja aftur eftir langt hlé. Þá skiptir máli að hafa aðstöðu sem einfaldar heimavinnuna. Í þessum bæklingi getur þú kynnt þér vöruúrvalið okkar, allt frá skriffærum til skrifstofuhúsgagna, fyrir nemendur á öllum aldri. Hvernig þykir þér best að læra?

Fyrirtækjaþjónusta IKEA 2017

Hvort sem þú ert að hefja rekstur eða vilt taka fyrirtækið þitt skrefinu lengra, þá getum við aðstoðað. Við eigum vörurnar sem þig vantar í þeim stíl sem þú vilt hafa. Við bjóðum upp á hagnýtar þjónustuleiðir sem geta hjálpað þér að láta draumana um persónulega og notalega aðstöðu rætast.

Láttu fara vel um þig

Finndu draumasófann sem hentar þínu heimili fullkomlega. Úrvalið hefur aldrei verið glæsilegra.

Algjör barnaleikur!

Börn þroskast með því að leika sér og upplifa heiminn í kringum sig. Á öllum aldursskeiðum barnsins getur húsbúnaðurinn okkar hjálpað þér að breyta heimilinu í besta mögulega leikvöllinn þar sem lærist eitthvað nýtt á hverjum degi. Í þessum bæklingi má sjá hluta vöruúrvals IKEA fyrir börn. Smelltu á vörurnar til að fá nánari upplýsingar um verð, stærðir eða birgðastöðu og komdu svo í verslunina til að sjá allt úrvalið eða verslaðu á vefnum, www.IKEA.is

Draumaherbergið þitt

Svefnherbergið er best þegar það umfaðmar þig með mýkt og notalegu andrúmslofti. Gerir þér kleift að kúpla þig frá daglegu amstri og safna orku fyrir næsta dag. Skoðaðu svefnherbergisbæklinginn og fáðu góðar hugmyndir og innblástur til að láta svefnherbergisdraumana rætast.

Kynnstu nýjustu viðbótunum í IKEA!

Það er af nógu að taka í bæklingnum okkar sem sýnir helstu nýjungarnar í versluninni um þessar mundir. Það eru nýjar vörur í hverju horni, allt frá blómavösum og pappírsdiskum til nýju STOCKHOLM línunnar, sem við erum sérstaklega stolt af. Sumar vörurnar eru þegar komnar í verslunina en aðrar eru væntanlegar á næstunni. Þú getur smellt á þær vörur sem eru komnar í verslunina, skoðað þær á vefnum okkar og fengið þannig upplýsingar um verð, stærðir, birgðastöðu og fleira.

Baðherbergisbæklingurinn

Baðherbergið getur verið eins og umferðarmiðstöð, en er líka staðurinn þar sem við fáum tíma til að sinna dekri í ró og næði. Í nýja baðherbergisbæklingnum okkar færðu ótal hugmyndir að því hvernig þú getur gert baðherbergið þitt betra, hvort sem ætlunin er að endurnýja það á einu bretti eða taka smærri skref. Við eigum innréttingar og aukahluti sem henta öllum baðherbergjum, bæði stórum og smáum. Kíktu á úrvalið!

Eldhúsbæklingur

Láttu drauminn rætast. Þú ættir ekki að þurfa að gera málamiðlanir með draumaeldhúsið. Ekki hvað virkni varðar og ekki hvað útlit varðar. Í nýja eldhúsbæklingnum getur þú kynnt þér METOD eldhúslínuna, sem gefur þér óteljandi samsetningarmöguleika. Þú getur skoðað ólíkar samsetningar og breitt úrval aukahluta, sem gera þér kleift að eignast draumaeldhúsið. Njóttu!