Stendur stöðugt, líka á ójöfnu gólfi, þar sem fæturnir eru stillanlegir.
Borðplötur úr hertu gleri er auðvelt að þrífa.
Þú getur valið það útlit sem þér hentar best því hillan er svört á annarri hliðinni og svarbrún á hinni.
Mínimalísk hönnun þar sem málmur og gler mætast og færa borðinu fágað og nútímalegt útlit.
Settu fallegar bækur, grænar plöntur eða skrautmuni á glerplöturnar. Hillan er síðan hentug fyrir ýmislegt sem þú vilt hafa innan handar.
Einfalt að færa til, hægt að nota saman eða í sitthvoru lagi.
Lægra borðið passar vel undir það hærra ef spara þarf pláss eða til að breyta aðeins til.