Hurðir og skúffuframhliðar leggja línurnar fyrir útlitið í eldhúsinu – þær gefa því persónuleika, stíl og notagildi allt í senn. Hvort sem þig dreymir um bjart og líflegt, fágað og glæsilegt eða stílhreint og minímalískt útlit, þá skipta réttu framhliðarnar öllu máli. Þessi stutti leiðarvísir hjálpar þér að kanna möguleikana sem eru í boði og að velja eldhús sem passar við þína sýn, þinn lífsstíl og fjárhag.
Ef þú heillast af einfaldri, látlausri og fyrirhafnarlausri hönnun gætu stílhreinar og nútímalegar hurðir sem auðvelt er að þrífa verið fullkomnar fyrir þig! Ekki láta einfalda útlitið blekkja þig – þú getur valið ólíka áferð og efni.
Glerhurðir færa eldhúsinu fágun og dýpt og gera borðbúnaðinn að órjúfanlegum hluta af innréttingunni – sérstaklega ef þú bætir innbyggðri lýsingu við. Ef þú kýst frekar látlausan og minímalískan stíl skaltu íhuga innbyggðar höldur fyrir einfaldleika í sinni hreinustu mynd.
Dreymir þig um notalegt eldhús sem er fullt af hlýju og karakter? Hurðir og skúffuframhliðar með fulningu og smáatriðum, eins og innfeldu þili og sniðskornum brúnum, gefa rýminu hlýlegt yfirbragð og klassískan sjarma.
Ef þú bætir við nokkrum glerhurðum verður eldhúsið bjartara og notalegra og þú sérð hvað er inni í skápunum áður en þú teygir þig í hölduna. Talandi um höldur! Hnúðar og höldur eru kannski smáatriði en þau gegna stóru hlutverki við að móta heildarútlit hefðbundins eldhúss. Rétt val undirstrikar klassíska sjarmann og gefur eldhúsinu karakter.
Sýndu persónuleikann þinn, leyfðu hönnuninni að tala og skapaðu réttu stemninguna í eldhúsinu með litavali. Hér eru nokkrar almennar reglur til að aðstoða þig við ákvörðunina: Ljósir litir, eins og hvítur og ljósgrár, opna rýmið og láta það virka stærra. Dökkir litir eins og grár, svartur eða brúnn gera eldhúsið bæði glæsilegt og notalegt og það sama gildir um framhliðar úr gegnheilum viði eða með fíngerðri viðaráferð. Jarðlitir, eins og drappaður og ólífugrænn, skapa aðlaðandi andrúmsloft og passa vel við náttúruleg efni í eldhúsi í sveitastíl.
Fyrir látlaust og nútímalegt útlit eru mattar framhliðar frábær kostur, en háglansáferð lýsir upp rýmið (og hafðu engar áhyggjur, það er auðvelt að þurrka burt matarslettur, sem gerir þær að góðum kosti fyrir bæði snyrtipinna og fjölskyldufólk á fleygiferð). Þú getur líka blandað saman mismunandi stílum, með einu útliti fyrir neðri skápa og öðru fyrir efri skápa, til að brjóta upp einsleitt yfirbragð og setja persónulegan svip á rýmið.
Hurðir og skúffuframhliðar leggja línurnar – hnúðar og höldur setja punktinn yfir i-ið. Veldu höldur sem passa við framhliðarnar þínar (og hafðu í huga að hefðbundin framhlið virkar ekki fullgerð án þeirra).
Ertu að velta fyrir þér hvort þú eigir að velja hnúða, höldur eða blöndu af báðu? Það er undir þér komið, en hér er almenn ábending: Höldur henta betur til að draga út þyngri skúffur á meðan hnúðar henta betur fyrir hurðir. Staðsetningin á eldhúsframhliðinni getur líka skipt máli – prófaðu þig áfram áður en þú festir þær og sjáðu hvað þér finnst. Viltu frekar slétta framhlið án nokkurra hnúða eða halda? Með því að bæta við þrýstiopnurum geturðu opnað hurðina með léttri snertingu.
Það er hægt að velja úr mörgum efnum fyrir framhliðar og hvert þeirra hefur sína kosti. Sterkar framhliðar úr viði og viðarspóni færa eldhúsinu hlýju og liturinn dýpkar með tímanum. Þynna, lakk og plasthúð koma í ýmsum litum og útfærslum og er auðvelt að þrífa. Lakkaðar framhliðar gefa stílhreint útlit á meðan framhliðar með þynnu halda litnum vel í áranna rás.
Fyrir eldhús sem þarf að þola mikinn umgang er ryðfrítt stál frábær kostur þar sem það þolir vel fitu, vatn, hita og ýmis efni. Langar þig í eitthvað sem grípur augað? Hert gler sýnir borðbúnaðinn þinn vel, sérstaklega með innbyggðri lýsingu. Sama hvaða efni þú velur, þá fylgir 25 ára ábyrgð með METOD framhliðunum okkar, en endingin er hönnuð til að standast tímans tönn. Þær passa líka fullkomlega á METOD skápana og lamirnar, sem gerir það að verkum að það er leikur einn að skipta um framhliðar ef þig langar að fríska upp á eldhúsið án þess að fara í allsherjar endurbætur. Vantar þig hjálp við að velja?
Eldhússérfræðingarnir okkar aðstoða þig með glöðu geði!
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn