Glæsilegar viðarframhliðar grípa augað og falleg eldhúseyja kallar á þig en það er nýlagaða kaffið sem fær þig til að staldra við. Góður félagsskapur og virkilega gott kaffi er kjarninn í þessu stílhreina eldhúsi með blöndu af opnum og lokuðum hirslum sem færa því karakter.
 

„Mynstrið á framhliðunum færir innréttingunni sérstakt yfirbragð en þó fellur það inn í rýmið.“

Chiara Effroi Lutteri
Innanhússhönnuður

Falið þar til þess er þörf

Skúffur og skápar með dökkri viðaráferð eru ráðandi í eldhúsinu og skapa stílhreint og glæsilegt yfirbragð þar sem flest er falið bak við framhliðar. Eldhúsframhliðarnar eru í forgrunni með fallegum litbrigðum í viðnum, köntum úr gegnheilli eik og glæsilegum höldum sem setja punktinn yfir i-ið.
 

Skoðaðu SINARP framhliðar

Tilkomumikið skipulag

Skúffurnar eru í stíl við glæsilegar framhliðarnar þar sem skilrúm og skipulagshirslur halda utan um áhöldin á einstaklega hentugan og stílhreinan hátt ... meira að segja kartöfluskrælarinn kemur vel út!
 

Skoðaðu skipulagsvörur

Hvað varð um loftháfinn?

Við slepptum honum! Í staðinn er innbyggð vifta í spanhelluborðinu. Þannig skapast pláss fyrir falleg loftljós fyrir ofan eldhúseyjuna.
 

Þitt eigið heimakaffihús

Cappuccino? Cortado? Caffè latte? Veldu þitt uppáhald. Þegar kaffið kallar á þig er hentugt að hafa nauðsynlegar kaffigræjur við höndina og ekki er verra að kaffiaðstaða getur komið afar vel út. Með opinni hillueiningu getur hvert ílát, bolli og kaffikanna fært eldhúsinu persónutöfra.

Mikilvægu hlutirnir í lífinu

Frá ilminum af nýlega ristuðum kaffibaunum að samveru með nánum vinum, þetta eldhús snýst um að njóta augnabliksins.

0 selected


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X