Ending ábyrgðar 
Ábyrgðin gildir frá kaupdegi og í þann árafjölda sem gefinn er upp fyrir hverja vöru.

Hvað gerir IKEA til að leysa vandann? 
IKEA skoðar vöruna og tekur ákvörðun um hvort ábyrgðin gildi í hverju tilfelli fyrir sig. IKEA áskilur sér rétt til að úrskurða um það eins fljótt og auðið er eftir að vörunni er skilað. Ef ábyrgðin er í gildi ákveður IKEA hvort gert er við vöruna eða henni skipt út fyrir sömu vöru eða sambærilega. IKEA ber þá kostnað af viðgerð, varahlutum, vinnu og ferðum starfsfólks sem IKEA fær til viðgerðanna. Þetta á þó aðeins við ef varan er aðgengileg án þess að viðbótarkostnaður hljótist af. Þetta á ekki við í þeim tilfellum þar sem viðgerð hefur farið fram án heimildar IKEA. Allir gallaðir hlutar sem fjarlægðir eru við viðgerð eru eign IKEA. Ef varan er ekki lengur seld hjá IKEA verður viðskiptavini útveguð viðeigandi sambærileg vara. IKEA áskilur sér rétt til að ákveða hverju sinni hvað er viðeigandi og sambærileg vara.

Ábyrgðarskilmálar 
Ábyrgðin gildir frá kaupdegi í IKEA. Framvísa þarf upphaflegri kvittun sem staðfestingu á kaupum. Ábyrgðin gildir eingöngu fyrir þann aðila sem upprunalega kaupir vöruna. Hún færist ekki á milli eigenda.

Undantekningar 
Ábyrgðin gildir ekki um vörur sem hafa verið geymdar eða settar saman á rangan hátt, notaðar á óviðeigandi hátt, hlotið slæma meðhöndlun, verið breytt eða hreinsaðar með röngum efnum eða aðferðum. Ábyrgðin nær ekki yfir venjulega notkun, rispur eða skemmdir vegna óhappa eða högga. Ábyrgðin gildir ekki ef vara hefur verið geymd utandyra, í raka eða ef varan hefur verið notuð annars staðar en á heimilum (nema annað sé tekið fram). Ábyrgðin nær ekki yfir skaða vegna tilfallandi eða afleidds tjóns.

Umhirðuleiðbeiningar 
Til að viðhalda ábyrgðinni er nauðsynlegt að fylgja umhirðuleiðbeiningum fyrir hverja vöru. Þú færð nánari upplýsingar um umhirðu í versluninni og á heimasíðunni IKEA.is.

Almenn réttindi 
Þessi ábyrgð veitir þér tiltekin réttindi. Hún hefur á engan hátt áhrif á lagalegan rétt þinn. Geymdu kassakvittunina sem staðfestingu á kaupum. Hún er nauðsynleg til að ábyrgðir séu í gildi. Fáðu nánari upplýsingar um ábyrgðir í ábyrgðarbæklingunum í versluninni.

Umbúðalaust eða As-Is
er sá hluti verslunarinnar þar sem seldar eru vörur í misjöfnu ástandi. Þær eru samsettar vegna þess að þær hafa verið notaðar sem sýnishorn eða voru gallaðar/skemmdar. Þessar vörur eru seldar í því ástandi og ekki er hægt að skila þeim. Ef upp kemur galli á þessum vörum, sem tengist ekki útlitsgöllum eða skemmdum sem voru á vörunni við kaup, þá er 2 ára ábyrgð frá kaupdegi.


Baðherbergi

10
3

Miklar kröfur eru gerðar til húsbúnaðar á baðherberginu í daglegu lífi. Þess vegna gangast baðvörurnar okkar undir ströng próf til að tryggja að þær uppfylli kröfur okkar um gæði, öryggi og endingu. Vörurnar eru prófaðar samkvæmt ströngustu stöðlum fyrir húsbúnað.

Ábyrgðin gildir samkvæmt ábyrgðarskilmálum sem koma fram í bæklingnum hér að neðan.Við bjóðum upp á 10 ára ábyrgð sem nær yfir galla í efni og handverki á GODMORGON baðeiningum, handlaugum, blöndunartækjum fyrir handlaug og hitastýrðum blöndunartækjum í sturtu. Allir aukahlutir fyrir sturtuna, eins og sturtustangir, sturtuhausar, handsturtur, sturtubarkar og standar fyrir handsturtu, eru með 3 ára ábyrgð.

Ábyrgðarskilmálar fyrir baðherbergi (PDF)

Eldhús

25
10
5

Miklar kröfur eru gerðar til eldhússins í daglegu lífi. Til að tryggja að eldhúsinnréttingin þoli mikla þyngd, háan hita og daglega notkun eru eldhúsin okkar vandlega prófuð.

Við bjóðum þér 25 ára ábyrgð, sem nær yfir galla í efni og framleiðslu á METOD eldhússkápum. Öll eldhúsblöndunartæki frá IKEA eru með 10 ára ábyrgð og öll IKEA heimilistæki eru með 5 ára ábyrgð (nema LAGAN og TILREDA sem eru með 2ja ára ábyrgð).

Ábyrgðin gildir samkvæmt ábyrgðarskilmálum sem koma fram í bæklingnum hér að neðan.

Ábyrgðarskilmálar fyrir eldhús (PDF)


Svefnherbergi

10

Miklar kröfur eru gerðar til dýna og dýnubotna í daglegu lífi. IKEA dýnur og dýnubotna hafa gengist undir margvíslegar prófanir til að tryggja að þau standist stranga gæða- og endingarstaðla okkar og standist ströngustu kröfur sem gerðar eru til húsbúnaðar. Það þýðir að við getum boðið þér 10 ára ábyrgð, sem nær yfir dýnur og dýnubotna sem bera merkið hér að neðan. Ábyrgðin gildir um galla í efni og handverki. Ábyrgðin gildir samkvæmt ábyrgðarskilmálum sem koma fram í bæklingnum hér að neðan.

Miklar kröfur eru gerðar til fataskápa heimilisins í daglegu lífi. PAX/KOMPLEMENT fataskápar og innvols standast ströng próf til að uppfylla kröfur okkar um gæði, styrk og endingu. PAX/KOMPLEMENT fataskápar og innvols eru prófuð samkvæmt ströngustu stöðlum fyrir húsbúnað. Það þýðir að við getum boðið þér 10 ára ábyrgð, sem nær yfir PAX/ KOMPLEMENT fataskápa og innvols sem bera merkið hér að neðan. Ábyrgðin gildir samkvæmt ábyrgðarskilmálum sem koma fram í bæklingnum hér að neðan.

Ábyrgðarskilmálar fyrir dýnur (PDF)

Ábyrgðarskilmálar fyrir PAX/KOMPLEMENT (PDF)


Skrifstofa

10

Miklar kröfur eru gerðar til skrifstofuhúsgagna, bæði í daglegu lífi heima fyrir og í vinnunni. BEKANT línan, IDÅSEN línan, GALANT hirslurnar, THYGE skrifborðin og HÄLLAN skáparnir hafa verið prófuð fyrir notkun á vinnustöðum og standast strangar kröfur um gæði og endingu sem fram koma í eftirfarandi stöðlum: EN527, EN1730 og ANSI/BIFMA X:5.5 (fyrir skrifborð), EN1730 og EN15372 (fyrir fundarborð), EN14072, EN14073, EN14074, EN14749 og ANSI/BIFMA x5.9 (fyrir hirslur). Þess vegna getum við boðið upp á 10 ára ábyrgð á göllum í efni, framleiðslu og virkni á öllum aðalhlutum BEKANT línunnar, IDÅSEN línunnar, GALANT hirslnanna, THYGE skrifborðanna og HÄLLAN skápanna. Ábyrgðin gildir samkvæmt ábyrgðarskilmálum sem koma fram í bæklingnum hér að neðan.

Miklar kröfur eru gerðar til skrifborðsstóla, bæði í daglegu lífi heima fyrir og í vinnunni. Skrifborðsstólarnir eru prófaðir til notkunar á vinnustöðum og uppfylla kröfur um öryggi, endingu og stöðugleika sem fram koma í eftirfarandi stöðlum: EN 1335, ANSI/BIFMA X5.1 fyrir skrifstofustóla og EN16139, ANSI/BIFMA X5.1 fyrir fundarstóla. Þess vegna getum við boðið 10 ára ábyrgð sem nær yfir galla í efni og handverki á öllum hreyfanlegum hlutum og grind stólsins. Ábyrgðin gildir samkvæmt ábyrgðarskilmálum sem koma fram í bæklingnum hér að neðan.

Ábyrgðarskilmálar fyrir skrifborð og hirslur (PDF)

Ábyrgðarskilmálar fyrir skrifborðsstóla (PDF)

Ábyrgðarskilmálar fyrir leikjastóla (PDF)

Ábyrgðarskilmálar fyrir tölvuleikjaborð (PDF)


Sófar og hægindastólar

25
10

Sófar og hægindastólar

10 ára ábyrgð

Hvað fellur undir þessa ábyrgð?

Þessi ábyrgð gildir aðeins fyrir heimilisafnot og nær yfir galla í efni og handverki í grindum og sessum í eftirfarandi vörum: BINGSTA hægindastól, EKERÖ hægindastól, EKOLSUND hægindastól, EKTORP línunni, FÄRLÖV línunni, GISTAD hægindastól, GRÖNADAL ruggustól, GRÖNLID línunni, KIVIK línunni, KLIPPAN sófum, KOARP hægindastól, LANDSKRONA línunni, LIDHULT línunni, NOLMYRA hægindastól, POÄNG hægindastól og skemli, STOCKSUND línunni, STRANDMON hægindastól og skemli, SÖDERHAMN línunni, VALLENTUNA línunni, VEDBO hægindastólum, VIMLE línunni og VRETSTORP svefnsófa. Ábyrgðin nær ekki yfir áklæði, POÄNG sessur og POÄNG barnahægindastól.

STOCKHOLM og STOCKHOLM 2017 þriggja sæta sófar

25 ára ábyrgð

Hvað fellur undir þessa ábyrgð?

Þessi ábyrgð gildir aðeins fyrir heimilisafnot og nær yfir galla í efni og handverki í grindum og sessum. Ábyrgðin nær ekki yfir áklæði.

Ábyrgðarskilmálar fyrir sófa og hægindastóla (PDF)


Geymsluhirslur

10

BROR geymsluhirslur

10 ára ábyrgð

Ábyrgðarskilmálar fyrir BROR geymsluhirslur (PDF)


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X