Fáðu meira úr svölunum og notaðu þær til að geyma hluti. Jafnvel þó svalirnar séu vel nýttar, til dæmis fyrir slökun og hádegisverði undir beru lofti, þá eru líklega nokkur auð svæði sem hægt er að nýta enn betur. Hér eru nokkrar hugmyndir.  
 

Góðar hillur er góð byrjun

Veggplássið er afar dýrmætt. Grunn og stöðug hilla hentar vel til að geyma hluti á vel skipulagðan hátt, til dæmis í kössum með loki. Svo er hægt að bæta við plöntum til að færa henni líflegt og fallegt yfirbragð.

 

Skoðaðu útihirslur

Skoðaðu útihirslur

Hentug sæti á hliðarlínunni

Lítið vannýtt skot á svölunum getur komið sér vel til að hengja upp aukastóla. Þar taka þeir lítið pláss en eru innan handar fyrir gesti og gangandi. Svo er lítið mál að ganga aftur frá þeim.

 

Skoðaðu snaga

Skoðaðu snaga

Slár fyrir föt

Útisvæðið getur einnig komið sér vel til að geyma föt. Fataslá á svölunum er tilvalin til að viðra fötin af og til. Mundu eftir að opna glugga eða tvo á yfirbyggðu svölunum.

 

Skoðaðu fataslár

Skoðaðu fataslár

Lítil og snjöll hirsla

Ef þú ert með veggpláss á lausu, til dæmis undir gluggunum, getur verið sniðugt að setja upp vegghirslu. Hirslutafla heldur góðu skipulagi á hlutunum, innan handar. Snagar, klemmur og aðrir aukahlutir fylgja með.

 

Skoðaðu hirslutöflur

Skoðaðu hirslutöflur

Sniðugar leynihirslur

Lítið borð kemur sér alltaf vel á svölunum og ekki er verra ef það getur einnig geymt hluti! Tilvalið fyrir spil, tímarit eða teppi fyrir svalar kvöldstundir.

Skoðaðu útiborð

Aðrar sniðugar hirslur á svalirnar

Hér eru nokkrar úthirslur sem henta á svalirnar þar sem þær eru úr galvaníseruðu stáli, plasti og öðru veðurþolnu efni.

Skoðaðu útihirslur

Skoðaðu innblástur fyrir útisvæði

Skoðaðu fleiri útisvæði í mismunandi stíl, stærð og verði


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X