Haustið er að banka – hleyptu því inn!

Ertu til í andrúmsloftið sem aðeins haustið getur boðið upp á? Nýja HÖSTAGILLE vörulínan getur auðveldlega umbreytt heimilinu í notalegt athvarf með skrautmunum og vörum í líflegum haustlitum.
 

Einföld leið til að gera heimilið haustlegt

Það er lítið mál að gera heimilið hlýlegt og huggulegt með nýju HÖSTAGILLE vörulínunni. Haustlegar skreytingar, borðbúnaður og kerti gera heimilið svo notalegt að þú stenst ekki að bjóða fólki í heimsókn.

Skoðaðu HÖSTAGILLE línuna

Kryddaðu heimilið

Stráðu haustlegum töfrum yfir heimilið með ilmkertum, skálum og blómavösum í jarðlitum og sjarmerandi borðbúnaði. Nú getur þú boðið haustinu inn og látið það líða eins og heima hjá sér.

Skoðaðu HÖSTAGILLE línuna

„Þegar ég átti að hanna skrautmun fyrir HÖSTAGILLE línuna var ég beðin um að hafa hann eins sænskan og Dala-hestinn – ég valdi því annað dýr, elginn! Ég vona að útgáfan mín af konungi skógarins fái þig til að brosa.“

Marta Krupinska
hönnuður

 

Gerðu heimilið enn heimilislegra

Stundum langar mann ekkert meira en að vera heima hjá sér í notalegheitum. Þá er gott að kveikja á kerti (eða fimm) horfa á uppáhaldsþáttinn sinn og drekka heitt te. HÖSTAGILLE vörulínan getur gert alla að aðdáendum haustsins.

Skoðaðu HÖSTAGILLE línuna

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X