Eitt af því besta sem þú getur gert fyrir heilsuna er að hafa svefninn í lagi. Rökkvað, svalt og hljóðlátt svefnherbergi er góð byrjun. En það er fleira sem er gott að hafa í huga, eins og að velja rétt hráefni og bæta við sniðugum hlutum.

Tvöföld virkni heilsukodda

Nýr koddi er auðveld leið til að bæta svefninn. Þessi koddi úr minnissvampi lagar sig að höfðinu og heldur því í réttri stöðu yfir nóttina. Hann er með sérstöku yfirborði sem heldur því svölu og hrindir frá sér raka.

Skoðaðu kodda

Dýnan gerir rúmið

Góður svefn veltur á dýnunni, hún þarf að veita réttan stuðning og þægindi. Hvort sem þú kýst gorma, minnissvamp eða latex þá getur þú valið úr úrvali dýna sem henta þínum þörfum.

Skoðaðu dýnur

Rúm fyrir tvo einstaklinga með mismunandi þarfir

Þegar tveir aðilar deila rúmi þýðir það ekki að allt þurfi að vera eins fyrir þá báða. Það er lítið mál að velja sitthvora dýnuna fyrir mismunandi stuðning. Sængurnar geta verið með ólíka eiginleika til að fá rétt hitastig fyrir hvern og einn og koddi með mismunandi stífleika er einnig góð leið til að tryggja góðan nætursvefn.

Rúmföt í góðum gæðum

Fyrir utan stíl, mýkt og ferskleika eftir þínu höfði þá veitir það þér jafnvel enn betri nætursvefn að vita það að rúmfötin eru úr sjálfbærari bómull.

Skoðaðu rúmföt

Stilltu á svefn með snjöllum lausnum

Þú getur stýrt myrkvunarrúllugardínum, lýsingu og hátlara með Home Smart appinu eða fjarstýringu til að setja réttu stemninguna fyrir svefninn. Þú getur jafnvel tímastillt þetta allt áður en svefntíminn hefst eða rétt fyrir morgunrútínuna.

Viðbót fyrir enn meiri vellíðan

Fallegur lampi fyrir réttu stemninguna, mjúk motta sem tekur á móti þér þegar þú stígur fram úr rúminu eða lofthreinsitæki sem síar burtu ryk og frjókorn svo þú andar að þér hreinna lofti á nóttunni. Þetta hjálpar allt til við að auka á þægindin og vellíðan.

Fallegar hirslur veita hugarró

Það er góð hugmynd að koma röð og reglu á svefnherbergið svo það hafi róandi áhrif fyrir svefninn. Skápar með hurðum sem renna mjúklega henta ákaflega vel - viður veitir hlýleika og færir þig nær náttúrunni.

Skoðaðu IVAR

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X