Með smá hugmyndaflugi getur sameiginlega eldhúsið verið bæði hentugt og skemmtilegt. Á daginn er það staður fyrir eldamennsku og húsverk en á kvöldin umbreytist það í notalegan samverustað þar sem hægt er að undirbúa mat og njóta þess að vera í góðum félagsskap.
Þegar öll sitja við sama borð er auðveldara að skapa tengingu. Prófaðu að ýta borðunum saman til að skapa sameiginlegt rými sem hentar fyrir nám, spil eða hádegismatinn. Fullkominn staður þar sem öll geta saman en þó í sínu.
Deilir þú eldhúsi og þarft meira pláss fyrir hlutina þína? Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið betur. KUNGSFORS slár og snagar geta umbreytt veggplássi í hentuga hirslu fyrir áhöld, diskaþurrkur og jafnvel gítarinn. Skápar og hillur geyma hluti eins og glös og blómavasa eða þess vegna vínylplötusafnið. Hentugur hjólavagn eins og NISSAFORS kemur sér vel til að geyma hluti sem þú notar oft og auðvelt er að rúlla honum á milli staða. Í þessu sameiginlega eldhúsi eiga allir sinn hjólavagn sem auðveldar þeim að halda skipulagi og rýminu snyrtilegu.
Jæja, kannski er frágangurinn ekki það sem slær í gegn hjá öllum – en hann er óhjákvæmileg og oft vanmetin stund sem býður upp á fullkomið tækifæri til að vinna saman og skapa augnablik þar sem samtalið flæðir eðlilega. Það er eitthvað sérstakt við þessar stundir seint á kvöldin þegar verið er að taka af borðum og vaska upp saman, þegar við hlæjum að og tengjumst yfir því sem átti sér stað – þetta er allt hluti af töfrum kvöldsins.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn